Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 77

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 77
Eftir Hauk R. Magnússon Hluti af meistaraflokki Vals í handbolta vorið 2001. Aftari röð frá vinstri. Theodór Valsson, Daníel Snœr Ragnarsson, Júlíus Jónasson, Sigfús Sigurðsson og Fannar Þor- björnsson. Fremri röðfrá vinstri: Valgarð Thoroddsen, Stefán Þór Hannesson, Roland Eradze, Egedijus Petkevicius og Arnar Friðgeirsson. Aðeins nokkrar leika enn meðfé- laginu. (MyndÞ.Ó.) aftur þegar útlitið var farið að batna. Þetta var mjög erfitt tímabil. Það er mikið af hæfileikaríkum handboltamönnum í georgíska landsliðinu í dag og liðið þykir efnilegt. Erfiðleikamir eru hins vegar margir. Landsliðið getur hins vegar ekki undirbúið sig með viðunandi hætti fyrir mót vegna fjárskorts og þjálfarinn hefur enga sérkunnáttu á sviði handknattleiks.“ Þó að Roland hafi lítið sem ekkert vit- að um land og þjóð við komuna til lands- ins vissi hann þó að Valur hafði spilað til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða við Grosswallstadt á sínum tíma. Þá var hon- um kunnugt um afrek íslenska landsliðs- ins sem varð í 5. sæti á HM I Japan fyrir fjómm árum. „Það sannfærði mig um að héma væri spilaður góður handbolti,“ segir hann. Hver er helsti munurinn á að spila á Islandi og í Júgóslavíu? „I Júgóslavíu er atvinnumennska og æf- ingar tvisvar til þrisvar á dag. Þar fá leik- menn mikla athygli svo þeir geti einbeitt sér algjörlega að því að stunda íþrótt sína. Þetta er ekki hægt á íslandi." Var erfitt fyrir þig að aðlagast nýju og allt öðru utnhverfi? „Þetta var auðvitað erfitt fyrst. Ég kom hingað í október á síðasta ári í miklum kulda á meðan enn var hlýtt heima í Ge- orgíu. Ég fékk mjög góðar viðtökur hjá félaginu og bæði formaður deildarinnar og Geir Sveinsson þjálfari veittu mér mikla athygli og aðstoðuðu mig að fremsta megni. Það á raunar við um alla í félaginu. Þá hafði það mikið að segja að landi minn og fyrrum leikmaður með Val, Alla Gokorian (núverandi leikmaður Gróttu/KR) og fjölskylda hennar, aðstoð- uðu við að koma okkur fyrir. Þetta allt gerði það að verkum að við vorum fljót að aðlagast.“ Þú hefur sýnt mikinn stöðugleika, hvernig er hægt að eiga svo jafna frammistöðu leik eftir leik? „Það er mikilvægast að hreyfingar mark- varðar séu samhæfðar. Hann verður að geta brugðist snöggt við en um leið vitað nákvæmlega hvað hann er að gera. Þetta er spurningin um jafnvægi á milli þessara þátta. Ég fylgist með verðandi andstæð- ingum mínum á myndbandi fyrir leiki og miða minn leik síðan út frá því hvemig þeir leika. Það er loks undir því komið hvor er einbeittari, sóknarmaðurinn eða markvörðurinn hvor hefur betur.“ Pú ert duglegur að gefa ungu leikmönnunum ráð, hvað ertu að segja þeim? „Ég er að segja þeim hvemig ég vil að þeir spili vömina. Ég hef ákveðnar hug- myndir um það hvemig vöm og mark- varsla skuli vinna saman og reyni að koma þeim í skilning um það. Þetta eru líka ungir leikmenn sem þurfa oft á leið- sögn að halda og þeir skilja mig ef ég sýni hvemig þeir eigi að bera sig að. Sál- fræðihliðin er mikilvæg og þar get ég miðlað af reynslu minni." Það vakti mikla athygli þegar þú varðir 6 vítaköst í leik gegn Fram þar af þrjú á síðustu mínútunni, hvernig er þetta hægt? „Ég hef mikinn sigurvilja og ef mikið er í húfi þá finnst mér ekki annað koma til greina en að að verja. Ég vil vinna alla leiki hvað sem það kostar. I þessum ákveðna leik held ég að ég hafi verið mun afslappaðri á taugum en leikmenn Fram sem hafi orðið hræddir við mig eft- ir að ég varði þrjú vítaköst. Vítaköst eru sálfræðilegt einvígi milli markvarðar og vítaskyttu og í þessum leik náði ég for- skoti.“ Roland gat ekki, frekar en margir aðr- ir, útskýrt hvað hefði gerst síðan í fyrra þegar liðið átti í mestu erfiðleikum með að komast í úrslitakeppnina. „Við misst- um 9 leikmenn sem er mikil blóðtaka og það kallaði á miklar breytingar. Nú eru margir ungir leikmenn hjá Val sem hafa gríðarlega hæfileika. Okkur hefur gengið vel í vetur en það hefur jafnframt verið erfitt fyrir þessa ungu stráka að bera svo mikla ábyrgð. Þeir þekkja hvern annan mjög vel, sem er mjög mikilvægt, og eft- ir nokkur ár á liðið eftir að vera enn betra. Þetta hefur snúist við síðan í fyrra þegar vömin var góð en nú er það sókn- arleikurinn sem er betri. Þessir strákar lærðu mikið af því að spila með leik- mönnum eins og Júlíusi Jónassyni og Valdimar Grímssyni. Nú er ábyrgðin al- farið í höndum ungu strákanna, þeir gera sér grein fyrir því og þeim hefur farist það mjög vel úr hendi. Það er hugsanlegt að þess vegna gangi betur nú en þegar liðið var skipað hvort tveggja eldri og yngri leikmönnum. Mórallinn er mjög góður og sem stendur er þetta að ganga upp.“ Fyrirkomulagið á deildinni er umdeilt, finnst þér rétt að spila Islandsmótið í einni deild? „Það kemur deildinni til góða að hafa fengið fleiri lið úr 2. deild og að fá fleiri leiki. Það er líka gott fyrir starfið hjá þessum félögum að eiga nú möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Nú eru margir góðir leikir í boði og þeir skipta allir máli. Það gerir þetta bara skemmti- legra og ég er ánægður með þetta fyrir- komulag. Það er mikið af ungum leik- mönnum í deildinni og það kemur sér vel fyrir þá að spila svo marga leiki,“ segir Roland Eradze að lokum. 2001 Valsblaöið 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.