Valsblaðið - 01.05.2001, Page 78

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 78
Minning + Baldur Helgason fæddur 23. desember 1929 - dáinn 23. apríl 2991 Foreldrar Baldurs voru Helgi B. Þorkelsson f. 16. desember 1886, d. 8. júlí 1970 og Guðríður Sigurbjörnsdóttir f 6. október 1898, d. 3. janúar 1983. Systkini Baldurs eru Kjartanf. 10. júní 1922, Sigrúnf. 10. sept- ember 1923, d. 2. maí 1970, Einarf. 13.júní 1925, d. ló.febrúar 1974. Baldur var ógiftur og barnlaus. Hann stundaði almenna verka- mannavinnu hjá Reykjavíkurborg og Eimskipafélagi lslands. Síðustu 17 árin dvaidi hann að vistheimilinu Kumbaravogi. Hann var meðlimur í verkamannafélaginu Dagsbrún frá 1945 og síðar Eflingu til dánardœg- urs. Baldur var virkur félagi og stuðningsmaður knattspyrnufélagsins Vais. Einn af dyggustu stuðningsmönnum Vals íyrr og síðar er fallinn frá. Leikja-Baldur, eins og Baldur var jafnan kallaður, lét sig aldrei vanta á leiki hjá Val í rúma fjóra áratugi. Gilti þá einu hvort Valur var að leika í yngsta aldursflokki eða meistaraflokki, að Hlíðarenda eða á Melavellin- um, Baldur stóð við hliðarlínuna og hvatti sitt lið. Hann lagði öll úrslit á minnið og gat þulið upp lokastöðu leikja og helstu markaskorara í flest- um flokkum langt aftur í tímann. Og Baldur hafði skoðanir á málum og mönnum og lét þær óspart í ljós ef svo bar undir. I gömlu Valsblaði kemur fram að Baldur hafi fengið áhuga á íþrótt- um í kringum 1940 þegar Albert Guðmundsson var að koma fram á sjónarsviðið. í blaðinu er haft eftir Baldri: „Mér er alltaf minnisstætt at- vik úr leik þar sem Albert skoraði af 30 metra færi eftir sendingu frá Ellert Sölvasyni (Lolla). Það var eins og Ellert flygi, fremur en hlypi, í fang Alberts til að fagna markinu. LFpp úr þessu fór ég svo að horfa á hvem einasta leik sem ég gat.“ Baldur flutti í dvalarheimilið As í Hveragerði 1983, skömmu eftir að móðir hans dó, og ári síðar í Kumbaravog þar sem hann bjó til dauða- dags. í viðtali við Valsblaðið árið 1995 sagðist Baldur enn fylgjast með Val þótt áhugi hans á íþróttum hefði dvínað verulega. Hann sagðist þá ekki hafa komið til Reykjavfkur í áratug og þar af leiðandi ekki séð neina leiki. Það fór sjaldnast mikið íyrir Baldri að Hlíðarenda þótt allir tækju eft- ir honum. Hann var jafnan í grænni úlpu og með slaufu og gekk um svæðið til að aðgæta hvort ekki væri allt með felldu. Hann var einstæð- ingur á þann hátt að hann var að ekki að trana sér inn á milli fólks en þó skrafreifur ef svo bar undir og spurðist frétta. Baldur hafði gaman af að spá og spekúlera í komandi leiktíð, velta fyrir sér leikmannahópnum og því hvort Vaiur yrði hugsanlega íslandsmeistari. Hann var spaugsamur og hafði gaman af þegar menn göntuðust í honum. Minningin um góð- an og traustan Valsmann mun lifa. F.h. Vals, Þorgrímur Þráinsson t Már Marelsson fæddur 29. desember 1944 - dáinn 29. návember 2991 Már Marelsson var mikill stuðningsmaður Rnattspymufélagsins Vals og víst er að fáir ef nokkrir Valsmenn hafa séð eins marga kappleiki félags- ins á undanfömum áratugum. Hann sótti flesta leiki á Hlíðarenda í knattspymu og handknattleik og fyrir kom að hann brá sér líka á leiki í körfuknattleik. Það vom ekki bara leikir meistaraflokka sem Már sótti, heldur vakti hann ekki síður eftirtekt fyrir það að vera tíður gestur á leikjum yngri flokka félagsins, einkum þó í knattspymu. Hann kom alltaf gangandi á leiki, hæglátur í fasi og talaði við fáa en sýndi leikjun- um þeim mun meiri áhuga. Það verður eftir því tekið strax í vetur, og ekki síst næsta sumar, að hann verður ekki á meðal vallargesta þegar Valur á heimaleiki á Hlíðarenda. Ahugi Más á Val hefur alltaf verið til staðar enda alinn upp og bjó alla tíð á Njarðargötunni en við þá götu og á svæðinu þar í kring hafa margir Valsmenn búið í gegnum árin. Hann kynntist fótbolta ungur og tók virkan þátt í keppni með hverfisfélaginu Spretti þegar það keppti við önnur strákafélög í Reykjavík eins og tíðkaðist þegar hann var að alast upp. Hins vegar keppti hann aldrei með Val en byrjaði þó mjög ungur að fylgjast með leikjum og starfi félagsins. Sjálfsagt tengist áhugi hans á Val því að Sigurður bróðir hans var einn af þjálfumm hjá yngri flokkum félagsins og síðan unglingaleiðtogi og stjómarmaður til margra ára. Þeir bræður bjuggu alla tíð í húsi fjöl- skyldunnar að Njarðargötu 43 og héldu tveir saman heimili hin síðustu ár. Víst er að umræðuefnið þar hefur oftar en ekki verið tengt Val og úr- slitum íþróttaleikja. Lengst af stundaði Már vinnu hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson. Hann átti hins vegar í baráttu við sykursýki mjög lengi og var lagður inn á Landsspítalanum í Fossvogi í haust vegna veikinda. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt og lést í nóvemberlok, 56 ára að aldri. Með Má er genginn einn úr hópi hljóðlátra og tryggra stuðnings- manna Vals og íþróttahreyfingarinnar. Slíkir stuðningsmenn em hverju félagi nauðsynlegir og það er tekið eftir þeim og þeirra stuðningi. Valsmenn senda Sigurði Marelssyni og öðmm ættingjum Más sam- úðarkveðjur vegna fráfalls hans. Stjórn Knattspyrnufélagsins Vais. 76 Valsblaðið 2001
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.