Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 94
Guðni hampar bikarnum þegar Bolton sigraði í 1. deild vorið 2001 og tryggði sér sceti í úrvalsdeildinni
■ Æ■ - 'Æmk;j "JpKk
I Q.
I
Samstarf Vals eg Bolton Wanderers FC
Fyrir milligöngu Valsmannsins knáa,
Guðna Bergssonar, hefur knattspymu-
deild Vals og enska úrvalsdeildarfélagið
Bolton Wanderers FC (BWFC) hafið
margháttað knattspymusamstarf. Eins og
alþjóð er kunnugt hefur Guðni spilað við
frábæran orðstír fyrir Bolton undanfarin
ár og reyndar aldrei verið betri en einmitt
nú. Snemma á s.l. ári kynnti Guðni fyrir
forráðamönnum knattspymudeildar þá
hugmynd að stofna til samstarfs félag-
anna. Hann hafði forgöngu um að koma
á tengslum við forráðamenn Bolton og
hafa menn síðan verið í góðu sambandi
og stigið fyrstu skref í þróun samstarfs.
Fulltrúar stjómar knattspymudeildar
heimsóttu Bolton síðastliðið vor þar sem
tekið var á móti mönnum af einstakri
gestrisni og höfðingsskap. í þeirri heim-
sókn var ákveðið að Dean Holden kæmi
til liðs við Val og léki með félaginu fram
eftir sumri og einnig var ákveðið að efni-
legir leikmenn úr röðurn Vals færu til æf-
inga í boði Bolton á komandi hausti. Sú
varð og raunin, en þeir Armann Smári
Bjömsson og Mattías Guðmundsson,
báðir
U-21 landsliðsmenn, dvöldu við æf-
ingar hjá Bolton fyrir stuttu. í för nteð
þeim var einnig Þorlákur Ámason, hinn
nýráðni þjálfari meistaraflokks karla, og
kynnti hann sér þjálfun og undirbúning
aðal- og varaliðs Bolton.
Vonir standa til að frekara framhald
verði á heimsóknum efnilegra Valsmanna
til Bolton til að spreyta sig og kynnast
hinum harða heimi atvinnumennskunnar
auk þess sem haldið verður áfram að
þróa annað samstarf. Bæði Sam Aller-
dyce, framkvæmdastjóri, og Phil Brown,
aðstoðarframkvæmdastjóri Bolton, hafa
komið hingað til lands í örstuttar heim-
sóknir í tengslum við A- og U-21 lands-
leiki, en við bíðum eftir að geta endur-
goldið Brett Warburton og öðrum for-
ráðamönnum Bolton gestrisni og velvilja
þeirra í garð Vals, sem er frábæram full-
trúa okkar Valsmanna á erlendri grund,
Guðna Bergssyni, að þakka.
Grímur Sæmundsen
92
ValsblaOið 2001