Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 96
Ársskýrsla handknattleiksdeildar árið 2001
Snorri Steinn ígóðum hópa strákanna í5.flokki sem hann þjálfar.
(MyndP.Þ.)
Starf handknattleiksdeildar síðastliðið
keppnistímabil var með hefðbundnu
sniði. Engir titlar unnust á tímabilinu hjá
meistaraflokkum félagsins, fyrir utan að
karlaliðið varð Reykjavíkurmeistari. Rétt
er þó að geta þess að margir héldu því
fram að úrslitaleikur Islandsmóts karla
hafi farið fram á Asvöllum í vor þegar
Haukar slógu Val út í fjögurra liða úrslit-
unum í framlengdum leik. Meistara-
flokkur kvenna var að mestu byggður á
stúlkum úr unglingaflokki. Þær stóðu sig
vonum framar á keppnistímabilinu og
öðluðust dýrmæta leikreynslu.
Stjórn deildarinnar var
skipuð eftirtöldum einstaklingum:
Karl Jónsson formaður
Hjálmar Blöndal varaformaður
Páll Steingrímsson gjaldkeri
Ingi Rafn Jónsson
Sigurður Ragnarsson
Júlíus Gunnarsson
Eiríkur Sœmundsson
Þjálfarar meistaraflokka voru Geir
Sveinsson fyrir karlaliðið og Elvar Er-
lingsson sem þjálfaði kvennaliðið. Aðrir
sem þjálfuðu voru meðal annars Agúst
Jóhannsson, Gísli Óskarsson, Eivor
Blöndal, Freyr Brynjarsson, Hafrún
Kristjánsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir,
Fannar Þorbjömsson, Hannes Jónsson,
Lísa Njálsdóttir og Marin Madsen.
I haust urðu miklar breytingar á leik-
mannahópi meistaraflokks karla. Eftir-
taldir leikmenn hættu: Júlíus Jónasson,
Valdimar Grímsson, Valgarð Thorodd-
sen, Theodór Hjalti Valsson, Fannar Þor-
bjömsson, Hannes Jónsson og Stefán
Hannesson. Jafnframt hætti Geir Sveins-
son að leika með liðinu ásamt því að
vera þjálfari. Einn nýr leikmaður gekk til
94
Valsblaðið 2001