Valsblaðið - 01.05.2001, Page 101

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 101
Ettir Þorgrím Þráinsson ■ ' • !í Sigurður með landsliðstreyjuna sem hann lék í þegar Islands lék sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu, gegn Dönum árið 1946. Einhverra hluta vegna lenti treyjan í tösku Sig- urðar! ingu að Hlíðarenda um áratuga skeið. Hann sat í aðalstjóm Vals í 17 ár, gegndi formennsku í eitt ár og hjarta hans hefur ætíð slegið niðri að Hlíðarenda. En núna er öldin önnur og fæstir iðk- endur Vals og ef til vill einhverjir stjóm- armenn kunna engin deili á Sigurði. Og þekkja hann jafnvel ekki í sjón. Sigurður varð 85 ára þann 7. desember síðastlið- inn og em því 66 ár síðan hann hampaði sínum fyrsta íslandsmeistaratitli fyrir Val. Er von að unga kynslóðin spyrji; er hann enn lifandi? Það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að heimsækja Sigurð að Bergstaðastræti 68, nánast við nyrsta enda flugvallarins. Það er notalegt að heyra í flugvélunum koma inn til lendingar eða hefja sig til flugs. Lífshlaup Sigurðar hefur verið eins og flug Valsins, samfelld sigurganga. Hann hefur búið að Bergstaðastræti síðan hann kvæntist eiginkonu sinni, Gyðu Ingólfsdóttur. Mjöðmin hefur ver- ið að plaga gamla knattspymukappann síðustu árin en hann þvertekur fyrir það að íþróttaiðkunin eigi sök að máli, segir að þetta séu klassísk slit hjá fólk sem hefur aldrei séð fótbolta. Sigurður og Gyða voru nýkominn úr þriggja vikna ferð frá Kanaríeyjum þegar Valsblaðið tók hús á þeim. Andlit Sigurðar var sól- skinsbrúnt og sællegt. Og glaðværðin leyndi sér ekki. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hversu mikill íþróttamað- ur og félagsmálatröll hann var. Fjöldi ólíkra viðurkenninga prýðir íbúð hjónanna og flest tengjast íþrótta- ferli Sigurðar. Bikar fyrir að hafa leikið yfir 200 leiki með meistaraflokki í fót- bolta, stórt málverk eftir Gunnlaug Scheving sem félagamir í Val gáfu Sig- urði þegar hann varð fertugur, forláta Valslampar sem einungis útvaldir fengu fyrir vel unnin störf að Híðarenda, gull- slegin viðurkenning til vitnis um að Sig- urður hlaut Valsorðuna úr gulli þann 11. maí 1961, staðfesting á því að hann var gerður að heiðursfélaga Vals 29. nóvem- ber 1976 og svo mætti lengi telja. Mál- verk eftir ýmsa stórmeistara hanga á veggjum. Og ýmsir minjagripir sem Val- ur hefur látið búa til í gegnum tíðina. Á efri hæð íbúðarinnar kennir margra grasa enda Sigurður mikill safnari. Hann hefur haldið öllu til haga sem tengist Val. Hilla með fjölmörgum knattspymubók- um er upp undir rjáfri en Sigurður segist vera hrifnastur af rússneskri bók, Skill and Tactics frá 1958, sökum þess að hún fjallar mikið um sálrænu hlið knattspym- unnar. Hann er líka ánægður með bók eftir Nils Middleboe sem gerði garðinn frægan með Chelsea. I næstu hillu fyrir neðan glittir í bókina Anna Karenina eft- irTolstoj. Sigurður hefur haldið öllum Valsblöð- um til haga og dundar sér við að skrá viðtöl sem hafa verið í blaðinu, hvaða greinar hafa birst, m.a. minningargreinar og fleira í þessum dúr. í gögnunum kem- ur í ljós að viðtal birtist við Sigurð í Valsblaðinu 1959 undir heitinu „Hver er Valsmaðurinn?" og einnig þegar hann varð 50 ára 1966. Sigurður var tregur til viðtals, sagðist ekki hafa frá miklu að segja. Þeir sem hafa starfað með Sigurði og þekkja sögu hans vita hins vegar að hægt væri að skrifa heila bók um kappann, þykka bók. Það var við hæfi að eiga viðtal við þenn- an mikla öðling, innan um gamlar úr- klippur og myndir sem tengjast Val, að viðstöddum uppstoppuðum Val sem Sig- urður fékk að gjöf árið 1955. „Eg ólst upp á Hverfisgötu 85 í miklu Valshverfi," segir Sigurður þegar hann 2001 Valsblaðið 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.