Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 102

Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 102
Sigurður lék með meistaraflokki í nær tvo áratugi. Myndin er tekin á Hlíðarenda. hefur komið sér haglega fyrir. „Mér telst til að þrettán menn, sem spiluðu ein- hvem tímann með meistaraflokki Vals, hafi búið á svæðinu frá Hverfisgötu 72 til 99. Auk mín eru þetta Anton Erlends- son, Snorri Jónsson, Hermann Her- mannsson, bræðumir Jóhannes og Magnús Bergsteinssynir, Björgólfur Baldursson, Grímar Jónsson, Bjöm Ólafsson og bróðir hans Ólafur Ólafs- son, Gísli Ingibergsson, Geir Ólafsson og Axel Jónsson. Aðeins tveir síðast- nefndu vom ekki samtíða mér. Mér er það minnisstætt að Magnús Bergsteins- son fór með mig í verslunina Liverpool á Laugavegi og lét skrifa mig inn í Val hjá manni sem þar starfaði. Ég hef rekist á það í plöggum frá Val ég var skráður í kappleik með 3. flokki árið 1929. Á þessum árum var ekki æft í yngri aldurs- hópum. Við vinirnir á Hverfisgötunni stofnuðum hins vegar strákafélag í fót- bolta sem hét Þrándur og spiluðum við stráka á Grettisgötunni og Njálsgötunni. Stundum spiluðum við gegn strákum í Mosfellssveit af því Grímar Jónsson var ættaður þaðan og það kom fyrir að við gengum á Esjuna eftir leiki. Mosfellingar komu stundum í bæinn til að spila við okkur og höfðu iðulega stóran mjólkur- brúsa meðferðis sem við drukkum úr.“ Móðir Sigurðar dó úr spönsku veikinni árið 1918, þegar Sigurður var tæplega tveggja ára, en þá var hann ættleiddur af ungum hjónum. Fósturfaðir hans var sjó- maður en drukknaði þegar Sigurður var fjögurra ára. „Faðir minn hélt eftir tveimur systkinum mínum eftir að móðir mín dó og ég var alla tíð í ágætis sam- bandi við hann. En fram yfir tvítugt var ég aldrei kallaður annað en Siggi Guð- rúnar, var kenndur við fósturmóður mína. Menn spurðu síðar; hver er þessi Sigurður Ólafsson? Guðrún var afskap- lega dugleg kona og hafði ofan of okkur með því að vera með kýr, hesta og hænsni á Hverfisgötunni. Hún seldi mjólk og leigði út hestana. Öll sumur vorum við að heyja uppi í Kjós þannig að ég var lítið í bænum á sumrin. Seinna heyjuðum við á Sunnuhvolstúni, þar sem nú er Háteigsvegur, og það var ekki vel séð þegar Egill Kristbjömsson sótti mig á æfingar í brakandi þurrki. Egill spilaði með meistaraflokki Vals í mörg ár og var frægur fjallamaður.“ Sigurður stundaði búskap í miðri Reykjavík fram til 1940 en árið ’43 kvæntist hann Gyðu, eins og áður sagði. Böm þeirra eru Hjörtur læknir og Vigdís lyfjafræðingur. Bamabömin eru sjö og bamabamabörnin þrjú. Nína K. Bjöms- dóttir landsliðskona í handknattleik er eitt barnabama þeirra hjóna. Sigurður hóf að leika með meistara- flokki árið ’35, átján ára gamall, en náði þó eingöngu að leika tvo leiki um sumar- ið því hann hafði ráðið sig í vegavinnu við Þingvallavatn. „Valsmennimir Snorri Jónsson og Sigurpáll Jónsson vom með mér í vegavinnunni og Bjami Guð- bjömsson, síðar bankastjóri, sótti okkur austur fyrir leiki með 2. flokki. Vegurinn náði reyndar bara að Kaldárhöfða þannig að við þurftum að ganga í þrjú korter frá bækistöðvunum til móts við Bjama á bílnum. Við spilum oft fótbolta í gjótum í hrauninu og dembdum okkur svo í Þingvallavatn á eftir.“ Á knattspymuárum Sigurðar mátti að- eins vera með tvo til þrjá varamenn í meistaraflokki. „Reglumar vom þannig að markmanni mátti skipta inn á hvenær leiks sem var en ef skipta átti útileik- manni inn á, varð það að eiga sér stað í fyrri hálfleik — en aðeins einum. Menn fóru því ekki af leikvelli nema vera virki- lega meiddir. Allir leikir fóm fram á möl þannig að menn reyndu í lengstu lög að forðast að detta til að koma í veg fyrir að 100 Valsblaðið 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.