Valsblaðið - 01.05.2001, Page 103
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sœmdi Sigurð Ólafsson riddarakrossi ÍSÍ á 90 ára afmœlishátíð Vals á Hótel Sögu. Ellert fór fögrum
orðum um Val og brœddi mörg Valshjörtu.
skrapa á sér hnén og olnbogana. Tæk-
lingar eins og tíðkast í dag, þar sem menn
renna sér út um allan völl, komu ekki til
greina. Engu að síður spiluðu menn fast.“
I hvernig skóm lékuð þið?
„Það fengust fótboltaskór í verslunum í
Reykjavík en það voru hálfgerðir kloss-
ar. Þeir voru fyrst og fremst byggðir upp
til að vemda fótinn og táin var há og
grjóthörð. Einn leikmaður í KR (skó-
smiður), sem spilaði í kringum 1912,
setti málmblöndu á tánna og eftir það var
hann kallaður Jón á gullskónum. Það
þýddi ekkert að nota takkaskó á þessum
árum því takkamir eyddust ýmist strax
eða gengu upp í sólann. Þegar Valur fór í
æfmgaferð til Þýskalands árið 1939 voru
smíðaðir á okkur skór. Þá kom maður á
hótelið, teiknaði fætuma á blað og af-
henti okkur skóna nokkxum dögum síðar.
Þetta var afskaplega fínt skótau og dugði
í tvö ár ef við notuðum þá bara í kapp-
leikjum."
Arið 1935 fór Sigurður ásamt Val í
keppnisferð til Norðurlandanna en um
þriggja vikna túr var að ræða því farið
var með skipi. Ferðin 1939 var enn eftir-
minnilegri því Valsmennimir gátu aðeins
leikið tvo leiki af fjómm því seinni
heimsstyrjöldin skall á þegar leikmenn-
imir dvöldu í Hamborg. Sigurður segir
að Valsmönnum hafi verið sýnd hin um-
talaða „Hitlersæska“ í Þýskalandi. Svæð-
ið var umkringt og drengimir í búðunum
vom á aldrinum 16-18 ára, allir ljósir yf-
irlitum. Gyðingar áttu ekki upp á pall-
borðið hjá Þjóðverjum og hakakrossinn
var áberandi í búðunum.
„í flestum verslunum vom skilti sem á
stóð „Juden verboten", eða Gyðingar
bannaðir. Ofsóknimir vom ekki hafnar
fyrir alvöm en það var skrýtið að sjá
þess afstöðu Þjóðverja með berum aug-
um. Hitler réðst á Pólland 1. september
og við hlustuðum á ræðu hans í útvarpi
2001 Valsblaðið
101