Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 21
21
R: En hvað finnst ykkur leiðinlegt í skólanum?
Lára: Það er leiðinlegt að… það er eiginlega allt skemmtilegt.
R: Já, gott. En þér, María, finnst þér eitthvað leiðinlegt?
María: Nei, mér finnst eiginlega ekkert leiðinlegt.
Hallur: Ætlar þú ekki að spyrja mig hvað mér finnst leiðinlegt?
R: Hvað finnst þér leiðinlegt?
Hallur: Ekkert.
Börnin sem ræða saman í dæminu hér á eftir voru sammála um að ekkert væri sér-
staklega erfitt í skólanum þótt heimanámið gæti tekið á taugarnar.
R: Nei, er eitthvað erfitt?
Saga: Neibb.
R: Flott.
Tumi: En það er samt pirrandi að læra.
R: Er það pirrandi?
Tumi: Já.
Haukur: Bara heimanámið …
R: Er heimanámið pirrandi?
Haukur: Já.
Það sem oft var nefnt sem leiðinlegt eða erfitt voru þættir sem tengdust lestrar- og
stærðfræðináminu. Dæmi um það er umræða úr einum hópnum sem hér fer á eftir.
Sif: Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að gera stafablað.
Júlí: Mér finnst allt skemmtilegt.
R: Hvað finnst þér leiðinlegt að gera?
Sif: að gera stafablað.
Hörður: Mér finnst leiðinlegt að teikna svona þríhyrningur.
R: Finnst þér leiðinlegt að teikna þríhyrning?
Hörður: Já, svona kassa, og leiðinlegt að gera svona kassa.
R: En hvað finnst þér skemmtilegt, Hörður?
Hörður: Mér finnst leiðinlegt að gera svona hring og svona eitthvað.
í öðrum hópi var rætt um stærðfræðina sem virðist vera sumum börnunum erfið:
Lára: Mér finnst erfitt þegar það er soldið erfitt að vinna með teningum og plús og
mínus.
R: Já, stærðfræði. Já, hún getur verið svolítið flókin.
María: Já, en ég veit samt hvað 10 plús 10 eru.
R: Já, hvað er það?
María: 20.
R: Já.
Lára: Ég veit hvað 200 plús 200 eru.
JÓHAnnA eInARSdÓTTIR