Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 119
119
Uppeldi og menntun
17. árgangur 2. hefti, 2008
StEINUNN HElgA lÁRUSdÓttIR
Menntun, forysta og kynferði
Guðný Guðbjörnsdóttir. 2007. Menntun forysta og kynferði.
Reykjavík: Háskólaútgáfan. 325 bls.
Bók Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um menntun, forystu og kynferði kom út á síðasta
ári. Þróun hugmynda og kenninga innan kynjafræða hefur verið hröð síðustu ára-
tugina. Þessi þróun endurspeglast í skrifum höfundar á þeim tveim áratugum sem
efni bókarinnar spannar, en hún er safn greina frá árunum 1990–2007 um eftirfarandi
efnisflokka. Kynímyndir og sjálfsmyndir barna og unglinga, námskrár, námsbækur
og kynferði og loks leiðtoga, stjórnendur og kynferði. Greinarnar eru tengdar saman
efnislega með inngangskafla og eftirmála. Höfundur tekur fram að þessa framsetn-
ingu megi líta á „sem eins konar greiningu á orðræðunni um menntun, forystu og
kynferði á því tímabili sem greinarskrifin stóðu yfir“ (bls. 9).
Bókin skiptist í fimm misstóra hluta; inngang, þrjá hluta sem helgaðir eru framan-
greindum þemum og eftirmála. í inngangi lýsir höfundur stöðu rannsókna á sviði
menntunar, forystu og kynferðis og gerir grein fyrir efni bókarinnar og efnistökum.
í öðrum hluta er fjallað um sjálfsmyndir/kynímyndir/hugverur og kynferði, í þriðja
kaflanum um námskrár, námsbækur og kynferði og í þeim fjórða um leiðtoga, stjórn-
endur og kynferði. Eftirmálinn er helgaður sýn höfundar á þróun fræðasviðsins, starf
háskólakennara og hvert stefni í jafnréttis- og menntamálum. Þessa umfjöllun fléttar
Guðný saman við eigin þroskasögu. Bókarhlutarnir fimm skiptast í 11 kafla. Greinar-
gott yfirlit yfir hluta bókarinnar og einstaka kafla hennar er að finna í undirkaflanum
Tilurð og efni einstakra greina en engin atriðisorðaskrá er í bókinni. Markmiðið með
þessari umfjöllun er að auðvelda lesandanum aðgengi að bókinni og leggja mat á
framlag hennar til jafnréttismála, einkum jafnréttismenntunar.
Guðný hefur verið afkastamikill fræðimaður í áratugi. Hún er brautryðjandi meðal
íslenskra femínista og fræðimanna í skrifum sínum um konur og forystu innan
menntageirans. Bókin ber þessu vitni og varpar skýru ljósi á hvernig nálgun hennar í
rannsóknum á stjórnun og kynferði hefur breyst samfara þeirri þróun sem orðið hefur
í kynjafræðilegum rannsóknum síðustu áratugina. Guðný skrifar af víðtækri þekk-
ingu og reynslu. Menntun hennar og fjölbreyttur starfsferill sem fræðimaður, kennari
og stjórnmálamaður glæðir greinarnar lífi og eykur trúverðugleika þeirra.
Efni bókarinnar er byggt á eigin rannsóknum Guðnýjar sem hún setur í traust fræði-
legt samhengi með vísan í skrif erlendra fræðimanna austan hafs sem vestan. Þótt efn-
ið sé fræðilegt er textinn í heild læsilegur og ætti því að geta nýst bæði sérfræðingum