Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 17
17
Lára: Já.
R: Kunnið þið eitthvað smávegis að lesa?
Lára: Ummm, já, já.
María: Ég er næstum því læs en ekki fluglæs.
R: Flott hjá ykkur. Þið eruð svo duglegar.
Lára: Ég er næstum því líka læs.
í öðrum hópi lýstu börnin stærðfræðináminu og hvernig þau unnu með mælingar og
notuðu límstifti sem mælieiningu.
María: Við vorum að mæla áðan.
Lára: Já.
R: Já. Hvað voruð þið að mæla?
Lára: Með svona …
María: Ég var að mæla með lími.
Lára: Ég var að mæla með pínulitlu, alveg svona litlu, og ég var alveg sautján svona
stór.
R: Vaaá. En hvað gerið þið?
María: Ég var ellefu lím.
R: Ellefu límstifti! Voruð þið að mæla ykkur sjálf?
María: Og anna var alveg tólf lím.
auk þess sem börnin nefndu að þau lærðu að lesa, skrifa og reikna í skólanum nefndu
tvö börn að þau lærðu þætti sem falla undir umgengni við aðra og samskipti. Einn
drengur sagði t.d. að þau lærðu að hlýða kennaranum í skólanum og ein stúlka sagðist
læra að „ekki ulla, ekki lemja og ekki hrinda“.
Kennararnir
Þegar börnin ræddu um það sem kennararnir gera í skólanum var langalgengast að
þau segðu að kennararnir kenndu í skólanum án þess að útskýra það nánar, eins og
fram kemur í samtalinu hér að neðan.
R: En hvað gera kennararnir í skólanum?
Bryndís: Þeir kenna.
R: Þeir kenna?
Bryndís: Hihihi.
R: Hvað eiga þeir að vera að gera?
Bryndís: Ha?
R: Hvað eiga kennararnir að vera að gera?
Bryndís: Kenna auðvitað.
R: auðvitað kenna þeir bara.
Bryndís: Já.
R: Ekkert meira?
Bryndís: Já, þeir kenna og kenna og kenna.
JÓHAnnA eInARSdÓTTIR