Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 31

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 31
31 ÁSdíS HREfNA HARAldSdÓttIR SIgRúN AðAlbJARNARdÓttIR Góður kennari Sjónarhorn grunnskólanemenda Í þessari rannsókn eru hugmyndir grunnskólanemenda um góðan kennara kannaðar.1 Þátt- takendur voru tíu og fjórtán ára nemendur í tveimur grunnskólum í Reykjavík (rótgrónum og nýjum), 161 talsins (93 stúlkur og 68 drengir). Báðir aldurshópar svöruðu skriflega opnum spurningum um helstu kosti og ókosti kennara og eldri nemendurnir (86 talsins) svöruðu auk þess spurningalista um sama efni. Helstu niðurstöður eru þær að nemendur virtust oftar líta til persónulegra eiginleika og viðmóts kennarans en verklags hans eða kennsluaðferða. Flestir nemendanna sögðu að góður kennari væri skemmtilegur, héldi uppi aga, væri sveigjanlegur og útskýrði námsefnið vel; hann væri skapgóður, góður og blíður og hjálpsamur. Nemendur felldu sig síst við of strangan, reiðan og pirraðan kennara sem öskraði á nemendur, væri leiðinlegur og gerði upp á milli nemenda. Yngri nemendurnir litu frekar til þess að kennarinn væri góður og blíður; en þeir eldri að hann útskýrði námsefnið vel og sýndi þeim virðingu. Stúlkur horfðu frekar en drengir til þess að kennarinn væri góður og blíður, hjálpsamur og þolinmóður. Í rót- gróna skólanum lögðu fleiri nemendur áherslu á kennslufræðilega þætti en í þeim nýja. Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar auki skilning á viðhorfum nemenda til kennara og geti nýst við að efla farsæl og þroskandi samskipti nemenda og kennara. inn gang ur Farsæl samskipti við aðra eru mikilvæg fyrir líðan okkar og velgengni í lífinu. Sam- skipti í skólastarfi eru þar að sjálfsögðu ekki undanskilin. Þau eru lykill að giftusam- legu skólastarfi, hvort sem við beinum athyglinni að námi nemenda eða málum sem tengjast samskiptum þeirra innbyrðis; samskiptum kennara og nemenda eða starfs- fólks (t.d. Pianta, 2000; Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007). Uppeldi og menntun 17. árgangur 2. hefti, 2008 1 Greinin er byggð á gögnum úr Ma-rannsókn Ásdísar Hrefnu Haraldsdóttur (2006) í kennslufræði við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Leiðbeinandi var Sigrún aðalbjarnardóttir. Nemendum, kennurum og skólastjórnendum í skólunum tveimur sem tóku þátt í rannsókninni eru færðar inni- legar þakkir fyrir einlægni og ánægjulegt samstarf. Þá fær almar M. Halldórsson bestu þakkir fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu gagna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.