Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 88
88
bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm
draga af þeim ályktanir og varpa fram nokkrum spurningum sem áhugavert væri að
skoða í frekari rannsóknum. í lokin eru síðan dregnar saman heildarniðurstöður.
bakgrunnur rannsóknarinnar
Ytra umhverfi skóla – stefnumótun, lög og kjarasamningar
í rannsókn höfunda frá árinu 2001 (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn
Helga Lárusdóttir, 2002) var leitað álits skólastjóra á framangreindum breytingum.
Niðurstöður leiddu í ljós að skólastjórar voru í meginatriðum sáttir við breytingarnar
sem gerðar voru með grunnskólalögunum 1995 og töldu að þær hefðu haft jákvæð
áhrif á skólastarf og aukið svigrúm þeirra til þess að móta það. Á hinn bóginn töldu
þeir sig í minna mæli en áður geta forgangsraðað mikilvægum verkefnum á þann
hátt sem þeir helst kysu. Svo virtist sem fagleg forysta þeirra hefði vikið fyrir daglegri
umsýslu. Sem dæmi má nefna að í fyrstu könnun höfunda, sem gerð var 1991, var
bilið milli æskilegrar og raunverulegrar röðunar mikilvægra viðfangsefna 18 sæti en
var orðið 30 sæti árið 2001 (bls. 201). Niðurstöðurnar bentu því til þess að hlutverk
skólastjóra væri að breytast úr því að snúast fyrst og fremst um málefni sem fella má
undir faglega forystu yfir í starf framkvæmdastjóra þar sem fjárhagsleg umsýsla og
ábyrgð væri meginverkefnið (bls. 191).
í nýlegum skrifum íslenskra fræðimanna hefur verið bent á að þessa þróun í átt að
auknu skrifræði og fjármálalegri umsýslu megi einkum rekja til áhrifa frjáls markaðar
og nýfrjálshyggju (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001; Gunnar Finnbogason, 1996). Þau
Guðný og Gunnar tilgreina nokkur lykilhugtök sem að þeirra mati eru orðin ríkjandi
í orðræðu um menntamál á Vesturlöndum, þ.e. valddreifing, sjálfstæði, skilvirkni,
hagkvæmni, samkeppni og ábyrgðarskylda. Gunnar (1996) telur að ein afleiðing af
hugmyndafræði frjáls- og markaðshyggju kunni að vera sú að bilið milli skólastjóra
og kennara aukist vegna þess að skólastjórnendur þurfi í vaxandi mæli „að hugsa
um hið fjárhagslega á kostnað hins faglega“ (bls. 74). í rannsókn Barkar Hansen o.fl.
(2004) staðfestu viðmælendur úr hópi kennara þessa afstöðu en þeir töldu að hlutverk
skólastjóra hefði breyst meira en þeirra eigið. í einum kennarahópnum kom t.d. fram
að skólastjórinn væri orðinn að „peningamanni“ sem gerði lítið annað en sýsla með
peningamál (bls. 13). aðrir kennarar töldu að skólastjórinn væri að fjarlægjast kenn-
arahópinn (bls. 29). í rannsókn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur (2001) meðal kvenstjórn-
enda af öllum skólastigum könnuðust allir viðmælendur við áherslur stjórnvalda á
árangur og skilvirkni og sumar skólastýrurnar höfðu áhyggjur af því að umönnunar-
sjónarmið væru að víkja fyrir þeim fjárhagslegu (bls. 17).
Erlendir fræðimenn hófu að fjalla um hliðstæðar breytingar í umhverfi skóla fyrir
15–20 árum. í Englandi rekja ýmsir helstu breytingarnar til nýrra lagasetninga (Ranson,
1999). Bent hefur verið á að breytingarnar hafi leitt til þess að kennurum kunni að
finnast skólastjórar vera að fjarlægjast þá í daglegum störfum vegna þess mikla kapps
sem þeir leggja á að mæta kröfum hagsmunaaðila úr ytra umhverfi skólanna (Simkins,
1994, bls. 31). Loks telur Blackmore (1998) að markaðsáherslur í skólastarfi, svo sem