Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 44
44
gÓðUR kennAR I :
góðan kennara. Yfir 90% þeirra voru frekar sammála eða mjög sammála um eftirfarandi
fullyrðingar um góðan kennara: Taki tillit til skoðana nemenda (99%), sýni nem-
endum virðingu (98%), sé skemmtilegur (98%), útskýri námsefnið vel (97%) og hafi
fagþekkingu, þ.e. þekkingu á námsefninu (95%). í kjölfarið fylgdu svo kostir eins og
þolinmæði (88%) og að hann mismunaði ekki nemendum eða gerði upp á milli þeirra
(80%). Sjá má af þessum atriðum að flestir nemendanna vísa til persónulegra eiginleika
og viðmóts kennarans en færri til kennslufræðilegra þátta. Þegar spurt var um þætti
sem sneru fremur að kennsluháttum kennarans lýstu til dæmis um 73% nemenda sig
frekar eða mjög sammála því að góður kennari hvetti þá til að spyrja spurninga, 69%
að hann tengdi námsefnið við áður kennt efni og 63% nemenda töldu góðan kennara
gefa nemendum val um viðfangsefni.
Dreifing svara var mest þegar nemendur tóku afstöðu til mikilvægis þess að góður
kennari notaði margar kennsluaðferðir. Þannig reyndust 40% þeirra frekar sammála
eða mjög sammála, 24% merktu við valkostinn hvorki/né og 36% lýstu sig frekar eða
mjög ósammála því.
Kynjamunur og munur á skólum
Kynjamunur kom fram á tveimur atriðum: að kennari hafi heimanám og sé þolinmóð-
ur. Drengir (31%) virðast taka einarðari afstöðu en stúlkur (7%) gegn heimanámi, χ2
(4, n = 86) = 11,32, p<0,05 og fleiri stúlkur (70%) en drengir (53%) virðast telja góðan
kennara þolinmóðan χ2 (4, n = 86) = 8,79, p<0,05.
Bein áhrif skóla komu í ljós hvað viðkemur því að kennari hafi strangar reglur og
heimavinnu. Þannig töldu fleiri nemendur í rótgróna skólanum (66%) góðan kennara
hafa strangar reglur en í þeim nýja (34%), χ2 (2, n = 86) = 8,18, p<0,05 og að hann legði
frekar eða mjög oft fyrir heimavinnu (48% á móti 17%), χ2 (4, n = 85) = 10,53, p<0,05.
Samvirkni kom fram á milli kyns og skóla á viðhorfum nemenda til þess að kenn-
ari sýni þeim hlýju, noti margar kennsluaðferðir, hvetji til hópavinnu eða hvetji til
einstaklingsvinnu. í nýja skólanum virðast fleiri stúlkur en drengir hlynntar því að
kennari sýni þeim hlýju (84% á móti 41%), χ2 (3, n = 36) = 10,53, p<0,05 en ekki kom
fram marktækur munur hjá stúlkum og drengjum í rótgróna skólanum. Mynd 4 sýnir
þessa samvirkni.