Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 11
11
1993; Pramling Samuelsson, Klerfelt, og Graneld, 1995). Rannsókn Rassmussen og
Smidt (2002) sýnir að börnin litu ólíkum augum á hlutverk starfsfólks í leikskólum
og grunnskólum. Þau töldu að grunnskólakennarinn kenndi börnunum beint en leik-
skólakennarinn væri meira á hliðarlínunni og aðstoðaði þau. Við upphaf grunnskóla-
göngunnar virðist ytri umgjörð skólans; stærð skólans og skólalóðarinnar, fjöldi og
stærð hinna barnanna og lengd skóladagsins vera börnum ofarlega í huga (Dockett og
Perry, 2002, 2007; Griebel og Niesel, 2002; Peters, 2000). Rannsóknir benda til þess að
félagar og góð samskipti við önnur börn séu börnum mikilvæg á þessum tímamótum
(Dockett og Perry, 2007) og börnin nefna frímínútur og staði þar sem þau geta leikið
sér við önnur börn sem dæmi um skemmtilegar og ánægjulegar stundir og staði
(Chun, 2003; Griebel og Niesel, 2002).
John Dewey (1956) gagnrýndi á sínum tíma ríkjandi kennslufræðilegar stefnur þar
sem annars vegar er gengið út frá námsgreinunum og hins vegar út frá barninu. í fyrr-
nefndu stefnunni er lögð áhersla á aga, stýringu og stjórnun og kennarinn sér um að
flokka þekkingaratriði skipulega og deila þeim á markvissan hátt niður á reglubundnar
kennslustundir. Samkvæmt hinni stefnunni er gengið út frá áhuga barnsins, frelsi
og frumkvæði. Sjálfsskilningur barnsins er talinn mikilvægari en öflun þekkingar og
upplýsinga, auk þess sem ekki er talið mögulegt að skilningur á námsgreinum geti
náð til barnsins utan frá heldur þurfi að taka mið af barninu sjálfu. Dewey gagnrýndi
báðar þessar stefnur. í stað þess að beina sjónum að ytri þáttum, eins og í fyrri stefn-
unni, eða innri þáttum, eins og í hinni síðari, vildi Dewey leggja áherslu á víxlverkun
þessara þátta, þ.e. að líta skuli bæði á barnið og námsgreinarnar og tengslin milli
þeirra.
Dewey taldi hlutverk kennarans afar mikilvægt við skipulagningu námsins en lagði
jafnframt áherslu á að nemandinn tæki þátt í að móta nám sitt. Harriet Cuffaro (1995)
hefur bent á að þar sem unnið er samkvæmt hugmyndum Deweys móti kennarar og
nemendur námskrána í sameiningu. Kennarar skapi umhverfið með leikmunum og
handritsdrögum en börnin móti innihald námskrárinnar út frá persónulegri reynslu
og áhuga. Kennarar séu því eins konar hlekkir sem tengi heim barnsins við stærri
heim ópersónulegra staðreynda, lögmála og rökrænnar flokkunar.
Dewey leit á barnið sem hluta af félagshópi þar sem nemendur ynnu sem mest að
sameiginlegum verkefnum undir handleiðslu kennara. í Tilraunaskóla Deweys voru
verklegar greinar kjarni námsins á fyrri hluta barnaskólastigsins. Ekki var um hefð-
bundna kennslu í lestri, skrift og reikningi að ræða á fyrstu námsárunum heldur áttu
þessar greinar að lærast smám saman meðan á námsferlinu stóð og vegna þess að þörf
kallaði á slíka kunnáttu við lausn viðfangsefna í öðrum greinum (Dewey, 1916, 2000;
Gunnar Ragnarsson, 2000a).
Lýðræði
Lýðræði er eitt meginhugtakið í menntaheimspeki John Dewey. Hann leit á skóla sem
samfélag í smækkaðri mynd og taldi að í lýðræðisþjóðfélagi ættu skólar að leyfa börn-
um að upplifa lýðræði í raun og leggja áherslu á að þjálfa hjá börnum eiginleika sem
renndu stoðum undir lýðræðislegt samfélag þar sem hver og einn einstaklingur fengi
JÓHAnnA eInARSdÓTTIR