Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 37
37 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR Markmið og rannsóknarspurningar Markmið þessarar rannsóknar er að leita eftir hugmyndum grunnskólanemenda um hvað þeim þyki einkenna góðan kennara og hvað slæman og efla þannig skilning á viðhorfum og væntingum þeirra til kennara. Tilgangurinn er að hvetja til þess að hugað verði í ríkari mæli að sjónarhorni nemenda í þessu efni til að styrkja samskipti nemenda og kennara, en þau eru mikilvægur þáttur í að efla nemendur persónulega, félagslega og í námi (t.d. Fullan, 2001; Pianta, 2000; Rudduck og Flutter, 2004; Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007). Um leið sé stuðlað að starfsþroska kennara og starfsþróun í bekkjar- og skólastarfinu. Hér á landi hafa raddir nemenda um samskipti nemenda og kennara einkum komið fram í rannsóknum sem byggjast á viðtölum við tiltölulega fáa nemendur og á rýni- hópum. Markmið þessarar rannsóknar er að ná til stærri hóps nemenda og leitast þannig við að draga fram skýrari mynd í tilteknum aldurshópum. Með því móti gefst tækifæri til að athuga hvort þættir eins og aldur nemenda, kynferði og skóli tengist viðhorfum og væntingum þeirra til kennara. Nánar tiltekið eru rannsóknarspurning- arnar eftirfarandi: Hvaða þættir einkenna góðan kennara að mati tíu og fjórtán ára grunnskólanem- enda? Hvað kunna nemendur síst að meta í fari kennara? Jafnframt er athugað hvort aldur, kyn og skóli tengist hugmyndum nemenda um góðan eða slæman kennara. Nánar tiltekið: Kemur fram munur á hugmyndum nemenda um góðan/slæman kennara eftir því (a) hvort þeir eru tíu eða fjórtán ára, (b) hvort stúlkur eða piltar eiga í hlut og (c) hvort þeir eru í rótgrónum skóla eða nýjum skóla? aðfErð Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru 161 nemandi (93 stúlkur og 68 drengir) í tveimur grunnskólum í Reykjavík. Um var að ræða annars vegar rótgróinn skóla í eldra hverfi borgarinnar og hins vegar nýjan skóla í úthverfi. Þátttakendur voru allir nemendur í 5. og 9. bekk í báðum skólum; í öðrum voru þrjár bekkjardeildir í hvorum árgangi en í hinum tvær, alls tíu bekkjardeildir. í 5. bekk í rótgróna skólanum voru 44 nemendur (26 stúlkur og 18 drengir) en í nýja skólanum 31 nemandi (20 stúlkur og 11 drengir). í 9. bekk í rótgróna skólanum voru 50 nemendur (27 stúlkur og 23 drengir) en í nýja skólanum 36 nemendur (20 stúlkur og 16 drengir). í báðum skólum er hefðbundið bekkjarkerfi. Mælitæki og framkvæmd Leyfi fyrir rannsókninni fékkst hjá menntasviði Reykjavíkurborgar svo og skólastjórn- endum og kennurum. Jafnframt var leitað skriflega eftir samþykki allra foreldra þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.