Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 80
80
Og SeInnA bÖRnIn SegJA:
Tafla 1 sýnir jafnframt að íslenskir unglingar 2006 hugðust eignast marktækt færri
börn en jafnaldrar þeirra 1992 ráðgerðu að gera. Árið 1992 gerðu stúlkur ráð fyrir því
að eignast 2,51 barn að meðaltali og drengir gerðu að meðaltali ráð fyrir 2,32 börnum.
Árið 2006 hafði áætluð frjósemi minnkað niður í 2,26 börn að meðaltali meðal stúlkna
og 2,13 börn að meðaltali meðal drengja.
umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að jafnréttissjónarmiðum vex ekki ásmegin
af sjálfsdáðum heldur dregur hver kynslóð dám af því umhverfi sem henni er búið.
Rannsóknir á viðhorfum til jafnréttismála víða um heim benda til þess að viðhorf hafi
orðið sífellt jákvæðari á undangengnum áratugum. Hver ný kynslóð hefur verið jafn-
réttissinnaðri en fyrri kynslóðir (Brooks og Bolzendahl, 2004; Loo og Thorpe, 1998;
Zhang, 2006) og sums staðar virðast einstaklingar jafnframt verða jafnréttissinnaðri
með aldrinum (Fan og Marini, 2000). Þessi viðhorfsbreyting er nátengd vaxandi jafn-
rétti kynjanna á Vesturlöndum og hefur ísland þar verið í fararbroddi (Greig o.fl.,
2006).
Hins vegar bregður nú svo við að eldri kynslóðir íslendinga virðast jafnréttissinn-
aðri en þær sem yngri eru (auður Magndís Leiknisdóttir, 2005) og niðurstöður þess-
arar rannsóknar benda til þess að unglingar samtímans hafi talsvert neikvæðari við-
horf til jafnréttismála en jafnaldrar þeirra höfðu árið 1992. íslenskir unglingar höfðu
árið 2006 mun hefðbundnari viðhorf til verkaskiptingar á heimilum en jafnaldrar
þeirra höfðu árið 1992. Þessar breytingar má sjá hjá bæði drengjum og stúlkum en
breytingin í átt til hefðbundinna viðhorfa er þó umtalsvert meiri hjá stúlkum. Árið
1992 voru stúlkur mun jafnréttissinnaðri en drengir, en árið 2006 hafði dregið saman
með kynjunum að þessu leyti. Orsakir þessara viðhorfsbreytinga eru margþættar og
tengjast efnahagslegum, pólitískum og félagslegum breytingum á íslensku samfélagi
á undanförnum áratugum.
atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er með því mesta sem gerist í heiminum og fæst-
ir unglingar hafa heimavinnandi mæður sem fyrirmynd. Á Vesturlöndum jókst þátt-
taka feðra í heimilisstörfum almennt fram til ársins 1994 en hefur svo að segja staðið
í stað síðan (Crompton, Brockmann og Lyonette, 2005). Raunar virðist aukinn jöfn-
uður í heimilisstörfum að stórum hluta helgast af því að minna sé gert á heimilum
en áður (Bianchi o.fl., 2000; Kitterød og Pettersen, 2006). Konur hafa dregið mikið úr
vinnuframlagi sínu á heimili en karlar hafa ekki aukið sitt framlag á móti. Þorgerður
Einarsdóttir (2000) hefur bent á að heimilið hafi að einhverju leyti gleymst í jafnrétt-
isumræðunni og einkalífið hafi hreinlega verið undanskilið þegar leitað hafi verið að
haldbærum skýringum á misrétti kynjanna. Þetta sést glöggt í hneykslun bloggarans
Hans Jörgens Hanssonar (2007) yfir því að einhverjir telji húsverk innan veggja heim-
ilisins til jafnréttismála.
Kvenréttindakonur áttunda áratugarins sáu líklega fyrir sér að aukin atvinnuþátt-
taka kvenna myndi sjálfkrafa leiða til aukinnar þátttöku feðra inni á heimilunum
og að börn sem fengju að vaxa úr grasi í nýrri fjölskyldugerð myndu drekka í sig