Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 10
10 fyrir börnin. í grunnskóla þurfa börnin að aðlagast nýjum félagahópi, yfirleitt hafa þau samskipti við fleiri börn og samskiptamáti við fullorðna er ólíkur því sem var í leikskólanum. (c) Námskröfur og væntingar til barnanna breytast þegar börn fara úr leikskóla í grunnskóla. Formlegt nám í lestri og stærðfræði leysir oft og tíðum leik og skapandi starf af hólmi og þess er vænst að börnin standi sig á þessum sviðum (Dockett og Perry, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2007a). Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var unnin með barnahópi. Hún hófst þegar börnin voru á lokaári í leikskóla og síðan var þeim fylgt eftir í grunnskóla. Þó að börn- in hefðu heimsótt grunnskólana með leikskólakennurunum var nokkur spenningur og kvíði hjá sumum þeirra vegna væntanlegrar grunnskólagöngu. Þau höfðu áhyggj- ur af því að vera strítt og þurfa að takast á við óþekkta hluti. Þau höfðu líka áhyggjur af því að skólastjórinn væri strangur og gæti beitt viðurlögum ef þau færu ekki eftir settum reglum (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). í þessari grein er fjallað um þann hluta rannsóknarinnar sem fram fór þegar börnin höfðu sest í 1. bekk grunnskóla. Mark- miðið var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu barna af upphafi grunnskólagöngunnar og af námskrá1 grunnskólans. Námskráin í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um markmið náms og kennslu og uppbyggingu og skipan náms í grunnskóla. í viðmiðunarstundaskrá kemur fram hlutfallsleg skipt- ing milli námssviða og námsgreina. Gert er ráð fyrir að af 4.800 mínútum á viku í 1.–4. bekk skuli verja 960 mínútum í íslensku, 800 mínútum í stærðfræði og 640 mínútum í listgreinar. Þær 2.400 mínútur sem eftir eru skiptast á milli annarra greina og einnig er gert ráð fyrir vali. í aðalnámskránni er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og vinnubrögð og námstækifæri við hæfi allra nemenda (Menntamálaráðuneytið, 2006). Þó að aðalnámskrá leggi áherslu á einstaklingsmiðaða kennslu og geri einungis ráð fyrir að tíminn til lestrar og stærðfræðikennslu sé 1.760 mínútur af 4.800 mínútum á viku í 1. til 4. bekk, eða rúmlega þriðjungur af skólatímanum, benda rannsóknir í fyrstu bekkjum grunnskóla til þess að lestrar- og stærðfræðikennsla sé megininntak skólastarfsins og hópkennsla og kennarastýrð viðfangsefni algengustu kennsluaðferð- irnar (Bryndís Gunnarsdóttir, 2001; Jóhanna Einarsdóttir, 2004; Rannveig a. Jóhanns- dóttir, 1997). Nýleg rannsókn með kennurum í 1. bekk grunnskóla sýnir að kennarar finna fyrir þrýstingi frá foreldrum og stjórnvöldum í þá veru að auka námskröfur til barnanna. Þeir kvörtuðu undan því að námsefni og samræmd próf þvinguðu þá til að leggja meiri áherslu á lestur og stærðfræði en ella og listgreinar og skapandi starf sæti á hakanum (Jóhanna Einarsdóttir, 2004). Erlendar rannsóknir sýna að börn upplifa hertar námskröfur í grunnskólanum og telja að þar sé skýr greinarmunur gerður á leik og námi. Þau telja að námskrá grunnskól- ans snúist fyrst og fremst um að læra að lesa, skrifa og reikna (Clarke og Sharpe, 2003; Corsaro og Molinari, 2000; Peters, 2000; Pramling-Samuelsson og Willams-Graneld, „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“ 1 Með námskrá er átt við námsumhverfi, efnivið, samskipti, innihald og skipulag náms. Einnig er átt við þá þætti sem ekki er lögð áhersla á í skólum og Elliot Eisner (1994) kallar núll námskrá sem gefur þau skilaboð að þetta séu ekki mikilvægir þættir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.