Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 111
111 HAlldÓRA HARAldSdÓttIR Á mótum skólastiga Jóhanna Einarsdóttir. (2007). Lítil börn með skólatöskur: Tengsl leikskóla og grunnskóla. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Á síðastliðnu ári kom út bókin Lítil börn með skólatöskur. Tengsl leikskóla og grunnskóla eftir Jóhönnu Einarsdóttur, prófessor við Kennaraháskóla íslands, nú menntavísinda- svið Háskóla íslands. Jóhanna hefur verið atkvæðamikil í rannsóknum á sviði mennt- unar leikskólabarna og hún hefur jafnframt rannsakað víðtæk tengsl leikskóla og grunnskóla frá sjónarhorni barna, kennara og foreldra. Bókin Lítil börn með skólatöskur er byggð á rannsóknum Jóhönnu auk fjölda annarra rannsókna. Markmið bókarinnar er að kynna kenningar valinna fræðimanna um skólastarf og niðurstöður rannsókna um tengsl skólastiganna og menntun ungra barna. Þess er vænst að bókin muni nýtast í umbótastarfi og við stefnumörkun náms og kennslu barna á mótum skólastiga. Bókin er í tíu köflum, og er ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur haft sem inngangur hvers kafla. í fyrsta hluta bókarinnar gerir Jóhanna grein fyrir uppbyggingu og sögulegri þróun skólakerfanna tveggja, leikskóla og yngsta stigs grunnskóla. Efnið sækir hún í lög og reglugerðir, námsáætlanir stofnananna og eigin rannsóknir á við- horfum kennara til starfs síns auk fjölda erlendra rannsókna. Þarna er fjallað um það sem sameinar skólastigin en ekki síður það sem greinir þau að. Jóhanna kemst að því að þessar skólastofnanir, sem nú eru hvorartveggju skilgreindar sem uppeldis- og menntastofnanir, eru sprottnar úr ólíkum jarðvegi hvað varðar hlutverk, hugmynda- fræði og starfsleiðir, og hafa því þróast á ólíkan hátt. Niðurstaða rannsóknar Jóhönnu á starfsháttum leik- og grunnskólakennara kemur ekki á óvart en er umhugsunarverð. Þar kemur m.a. fram … að einn meginmunurinn á starfsháttum leik- og grunnskólakennara liggi í því valdi sem kennararnir hafa yfir starfi sínu og því valdi sem börnin hafa yfir námi sínu. Valdefling (e. empowering) barnanna var augljósari í leikskólanum. Börnin höfðu meira ákvörðunarvald yfir því sem þau fengust við. Áætlanir og skipulag var sveigjanlegra og börnin gátu haft stjórn á og valið viðfangsefni (Jóhanna Einarsdóttir, 2007, bls. 60). í miðhluta bókarinnar kynnir Jóhanna kenningar fræðimanna og leggur áherslu á hugtökin tengsl, reynslu og samhengi. Hún lýsir fyrst vistkerfiskenningu Bronfen- brenner, en rök fyrir mikilvægi þess að brúa skólastigin eru gjarnan byggð á henni. Jóhanna notar síðan hugmyndafræði Dewey til þess að sýna fram á mikilvægi reynslu Uppeldi og menntun 17. árgangur 2. hefti, 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.