Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 117

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 117
117 IngÓlFUR ÁSge IR JÓHAnneSSOn Yfirlit af þessum toga getur úrelst hratt, sbr. þá staðreynd að ný skólalöggjöf hefur orðið til eftir að bókin kom út. Það sýnist þó ekki koma mjög að sök því að þarna er hvert skólastig sérstaklega tekið fyrir og rakin dæmi af góðu fjölmenningarlegu skóla- starfi, t.d. í Lækjaborg, austurbæjarskóla og Reyðarfjarðarskóla. Ragna Lára Jakobsdóttir hefur tekið saman yfirlit yfir rannsóknir á ýmsum sviðum, t.d. um aðlögun, aðstæður og stöðu innflytjenda, asíska og pólska innflytjendur, við- horf íslendinga til innflytjenda og nám og kennslu á ýmsum skólastigum. auk þess birtir hún ellefu síðna skrá um heimildir, þar með talinn verulegan fjölda prófritgerða. Mér kom á óvart hversu mikið hefur verið ritað um efnið. Vitaskuld úreldist saman- tekt af þessum toga en mikilvægara er að yfirlitið hlýtur að auðvelda mjög rannsóknir á sviðinu í nánustu framtíð. Einkum mun greinin nýtast nemendum á ýmsum skóla- stigum. Val höfunda og efnis er með þeim hætti að með lestri bókarinnar fæst gott yfirlit um fræðasviðið almennt og um rannsóknir hér á landi. Ritstjórar bókarinnar hafa tekið virkan þátt í umræðum og rannsóknum um fjölmenningu hér á landi. Flestir höfund- anna starfa hér á landi sem fræðimenn eða kennarar en einn af ritstjórum bókarinnar og a.m.k. einn höfundur til viðbótar starfa erlendis. auðvitað er hægt að benda á efni sem mátt hefði setja í bókina til viðbótar eða í staðinn fyrir einhvern annan kafla; einkum sakna ég efnis eftir Unni Dís Skaptadóttur, mannfræðing og prófessor við Háskóla íslands, sem hefur ekki síst rannsakað aðstæður kvenna í dreifbýli. Einnig hefðu rann- sóknir Þórodds Bjarnasonar, félagsfræðings og prófessors við Háskólann á akureyri, um nám og líf unglinga átt heima í bókinni. í heildina er þó efnisvalið skynsamlegt – og vísað er til rannsókna þessara tveggja fræðimanna í greinum bókarinnar. Þegar litið er á verkið í heild hefur það mikið gildi sem fræðirit, handbók og kennslubók. Sem fræðirit er bókin gott framlag en gildi hennar sem handbókar og kennslubókar er þó meira en hið fræðilega af tveimur ástæðum; vegna þess að tals- vert fleiri fræðilegar greinar er auðvelt að finna í tímaritum og að mikill skortur var á kennslubók um efnið. útskýringar á hugtökum í fyrri hlutanum og raunar í sumum köflum síðari hlutans auka mjög kennslubókargildið, svo og kaflar um fjölmenningar- fræði, fjölmenningarlegt skólastarf og rannsóknir. Eftir hvern kafla eru spurningar sem má nota í kennslu en sumar þeirra eru þó ekki nógu vandaðar, t.d. of lokaðar af því að það er augljóst að leita á að „réttum“ svörum í kaflanum, eða jafnvel gildis- hlaðnar. Þessu mun ég að sjálfsögðu bæta úr þegar ég fer að nota bókina. Loks skal þess getið að á milli kafla eru ljóð og sögur um upplifun útlendinga sem hafa sest að á íslandi. Ljóðin og sögurnar auka kennslugildi bókarinnar en þeirra hefði átt að geta í efnisyfirliti og segja frá höfundunum eða a.m.k. hafa um þá skrá því að þetta er í ósamræmi við mjög ítarlegar upplýsingar um höfunda greinanna. Þá vantar í bókina atriðisorðaskrá, en frágangur hennar er að öðru leyti góður. Fjölmenning á Íslandi er brautryðjendaverk sem mun nýtast mörgum hópum, þar með töldum kennurum, kennaranemum, öðrum háskólanemum og almenningi. ann- markar bókarinnar eru flestir smávægilegir í ljósi þess hversu mikill fjársjóður hún mun verða nemendum sem vilja fræðast um fjölmenningu í sérstökum háskólanám- skeiðum og jafnvel í almennum námskeiðum um kennslufræði eða skólaþróun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.