Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 33

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 33
33 ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR Kennurum virðist takast það misvel og má t.d. benda á rannsókn Kristínar aðalsteins- dóttur (2002) á samskiptum, kennsluháttum og viðmóti kennara. Hún sýndi fram á að mikill munur reyndist á milli einstakra kennara hvað snerti viðmót þeirra gagn- vart nemendum, agastjórnun í bekkjarstarfi og val á kennsluaðferðum; stærð bekkjar skipti ekki máli. Meginniðurstaða Kristínar var að svo virðist sem ákveðnir eiginleikar í fari kennara hafi áhrif á viðmót þeirra gagnvart nemendum og agastjórnun. Ýmsar niðurstöður rannsókna benda til þess að samband nemenda við kennara sína geti tengst líðan þeirra, samskiptahæfni og námsgengi (t.d. Davis, 2001; Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007) og á þetta jafnt við um leik- og grunnskólastigið. Nefna má að hlýja kennara í samskiptum við leikskólanemendur, opin samskipti og árekstralítil virðast tengjast því hversu vel börnin aðlagast skólanum við upphaf skólagöngu (Birch og Ladd, 1996). Neikvætt viðhorf 8 −10 ára nemenda til samskipta við kenn- ara, sérstaklega drengja, virðist aftur á móti tengjast erfiðleikum þeirra í skólanum og þá sér í lagi samskiptum þeirra við aðra (Blankemeyer, Flannery og Vazsonyi, 2002). Nemendur á yngri unglingastigum sem töldu kennara sinn umhyggjusaman og styðja vel við bakið á sér voru líklegri til að sýna félagslega ábyrgð, námsáhuga og ábyrgð í námi (Wentzel, 1997). Margt bendir jafnframt til þess að bekkjarbragur og skólamenning, sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, sanngirni og umhyggju, stuðli að vellíðan nemenda og námsáhuga og leggi góðan grunn að námsárangri þeirra. í þessu samhengi má nefna niðurstöður úr hinu þekkta verkefni „Child Development Project“ (CDP) í Banda- ríkjunum (Solomon, Battistich, Watson, Schalps og Lewis, 2000). Markmið þess er að skapa samfélag í skólanum og samfélagskennd þar sem nemendur eru umhyggju- samir, réttlátir, ábyrgir og stunda nám sitt af kostgæfni. Leitast er við að skapa þá tilfinningu hjá hverjum nemanda að honum finnist hann tilheyra skólasamfélaginu, sé hluti af því. Nemendur í verkefninu upplifðu skólann sem samfélag í ríkari mæli en nemendur sem ekki tóku þátt í verkefninu. Þeim líkaði betur í skólanum og sýndu meiri áhuga á náminu. Jafnframt aðhylltust þeir fremur lýðræðisleg gildi, huguðu frekar að líðan og aðstæðum annarra og sýndu meiri hæfni í að leysa ágreiningsmál. Þá minnkaði áhættuhegðun þeirra hlutfallslega meira, eins og áfengisneysla og hass- reykingar, áflog og ofbeldi. Hér á landi hefur einnig komið fram hve skólabragur getur tengst hegðun nemenda og samskiptahæfni. í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (2006) var rætt við fjölda kennara um hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur. Fram kom að „góður skólabragur og jákvæð viðhorf til nemenda og foreldra“ einkenndu þá skóla þar sem „hegðunarvandi var minnstur eða starfsfólki fannst það hafa góð tök“ (bls. 4). Kennararnir tengdu hegðunarvandkvæðin sjaldan kennslu- háttum. Þó komu fram dæmi um að þeim fannst starfsandi batna með breyttum kennsluháttum, t.d. þegar unnið var markvisst að því að koma til móts við þarfir hvers nemanda. í rannsóknar- og skólaþróunarverkefninu „Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda“, sem annar höfundur þessarar greinar hefur staðið að um árabil, kom fram að með því að kennarar legðu sig fram um að hlusta á raddir nemenda, leita eftir hug- myndum þeirra um farsæl samskipti í skólastarfinu, ýta undir skoðanaskipti þeirra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.