Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 55

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 55
55 RAgNHIldUR bJARNAdÓttIR Starfshæfni kennara frá sjónarhóli norrænna kennaranema Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þau viðfangsefni kennara sem eru sérlega erfið að áliti norrænna kennaranema og reyna á persónulega hæfni þeirra, og komast að niðurstöðu um hvers konar starfshæfni sé nauðsynleg til að kennari ráði við slík viðfangsefni. Skilgrein- ingar á starfshæfni kennara, rannsóknir á kennarahlutverkinu og félagslegar kenningar mynda fræðilega umgjörð rannsóknarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 114 kennaranemar: íslenskir, færeyskir, norskir og sænskir. Þeir skrifuðu lýsingu á erfiðu viðfangsefni kennara eftir að hafa verið í vettvangsnámi í lok fyrsta námsárs. Helstu niðurstöður eru að félagsleg tengsl séu kjarninn í persónulegum viðfangsefnum og þau tengjast hugmyndum nemanna um kennarahlutverkið og ríkjandi viðmiðum um skólastarf. Til að ráða við slík viðfangsefni telja nemarnir sig þurfa að ná tökum á hæfni í félagslegum samskiptum, stjórnun og sjálfsstjórn. Niðurstöður fræðilegrar greiningar benda til þess að styðja þurfi kennaranema við að ná tökum á að beita eigin þekkingu og viðhorfum í starfi og að beita félagslegum náms- og starfsaðferðum til að menntast í átökum sínum við þau vandamál og það öryggisleysi sem einkennir kennara- starf í nútímasamfélagi. inn gang ur Fyrir nokkrum árum skrifuðu rúmlega 100 íslenskir kennaranemar lýsingu á því við- fangsefni kennarastarfsins sem þeim fannst sérlega erfitt eða kvíðvænlegt. Nemunum, sem voru á grunnskólabraut í Kennaraháskóla íslands, var ætlað að varpa ljósi á sýn kennaranema á starfshæfni grunnskólakennara og auka skilning á því hvernig stuðla má að slíkri hæfni í kennaranámi (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004, 2005). Nemarnir skrifuðu lýsingu á erfiðu viðfangsefni kennarans þrisvar sinnum á náms- ferlinum og voru í öll skiptin einkum uppteknir af vandamálum sem tengdust aga og stjórnun, skipulagi og framkvæmd kennslu, vandamálum einstakra nemenda og foreldrasamstarfi. Það sem vakti þó einkum athygli var að mörg vandamálin voru af persónulegum toga, þ.e. tengdust persónulegum eiginleikum nemanna sjálfra og tengslum þeirra við aðra. Þetta varð til þess að slíkum svörum var skipað í sérstakan flokk sem þó skaraðist töluvert við aðra flokka, en þau snerust meðal annars um stjórnun og eigin viðbrögð í starfinu. Uppeldi og menntun 17. árgangur 2. hefti, 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.