Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 90

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 90
90 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm Segja má að starfsumhverfi þeirra sé flókið, margslungið og síbreytilegt. Kröfurnar sem til þeirra eru gerðar fela einnig í sér ýmsar mótsagnir sem leiða til hlutverkatog- streitu og árekstra milli hagsmunaðila skóla. Skólar eru hvattir til þess, undir forystu skólastjóra, að undirstrika og skerpa sérstöðu sína og hlúa að sértækri skólamenn- ingu. Um leið gerir opinber stefnumótun, svo sem í Reykjavík, ráð fyrir samræmdum skammtíma- og langtímamarkmiðum á mörgum sviðum, sem fylgt er eftir með reglu- legu eftirliti (sjá t.d. Starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, 1999 og Starfsáætlun fræðslumála, 2005). Vaxandi áhersla hefur verið lögð á sjálfstæði skóla á sama tíma og eftirlit með skólahaldi hefur stóraukist. Þá er grunnskólum ætlað að mæta þörfum allra nemenda en um leið gegna þeir flokkunarhlutverki sem ræðst af niðurstöðum samræmdra prófa og alþjóðlegum könnunum. Loks gera lög og reglugerðir ráð fyrir að flest umfangsmikil verkefni skólans, svo sem skólanámskrá, sjálfsmat og stefnu- mótun, séu samvinnuverkefni hagsmunaaðila. Gildandi kjarasamningar gera samt ekki ráð fyrir að vinnutími kennara sé bundinn að því marki að gera megi ráð fyrir fullri aðild þeirra að slíkum verkefnum. Því má ljóst vera að möguleikar skólastjóra til þess að nýta hið aukna faglega svig- rúm sem lagaramminn veitir eru háðir margvíslegum takmörkunum. Þar ráða kjara- samningar og rótgróin viðhorf til skólastjórastarfsins miklu. í rannsókn Barkar Hansen o.fl. (2004) komu t.d. þau sjónarmið kennara fram að aukin binding á vinnutíma þeirra væri þeim mjög á móti skapi. Ingólfur Á. Jóhannesson o.fl. (2002) benda á að aðrir hagsmunaðilar skóla, svo sem foreldrar, nemendur og fulltrúar sveitarfélaga, geri jafnframt margvíslegar og oft ólíkar kröfur á skólann. Skólastjórinn lendir af þessum sökum oft í skurðpunkti átaka og verður eins og milli steins og sleggju. Eins og að framan greinir hafa orðið umtalsverðar breytingar á umhverfi skóla á síðustu 10–15 árum. Rannsóknir höfunda þessarar greinar hafa jafnframt sýnt að skólastjórar eru almennt sáttir við þær breytingar. í ljósi þess að greinarhöfundar hafa kannað starfshætti og viðhorf íslenskra skólastjóra í tæpa tvo áratugi (Börkur Hansen o.fl., 1994; 2002; 2004) töldu þeir áhugavert að fylgja þeim rannsóknum eftir og kanna einnig afstöðu skólastjóra til nokkurra þátta sem ekki hafa verið athugaðir áður og ætla má að hafi haft áhrif á störf þeirra síðustu árin. Þar ber hæst tilkomu deildarstjóra og hlutdeild foreldra og kennara í mótun skólastarfsins. aðfErð í þessari rannsókn er leitast við að draga upp mynd af hlutverki skólastjóra í grunn- skólum í upphafi nýrrar aldar. Meginmarkmiðið er að varpa ljósi á þau áhrif sem stefnumarkandi breytingar í starfsumhverfi skólastjóra hafa haft á hlutverk þeirra. Við öflun gagna um breytingar á hlutverki skólastjóra var stuðst við spurningar og upplýsingar úr fyrri könnunum á störfum skólastjóra í grunnskólum sem greinarhöf- undar stóðu fyrir árin 2001 og 1991 (Börkur Hansen o.fl., 1994; 2002). Þetta eru einkum spurningar til að afla grunnupplýsinga um kynferði, aldur og menntun og röðun við- fangsefna skólastjóra í raunverulega og ákjósanlega forgangsröð. í þessari könnun var bætt við spurningum um hlutverk deildarstjóra og hlutdeild og áhrif kennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.