Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 41
41
ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR
kennari væri: … blíður og góður við alla og fjórtán ára stúlka orðaði það svona: … elska
þegar kennarar eru persónulegir og innilegir og spjalla við mann svo manni líður betur.
Þá lögðu hlutfallslega helmingi fleiri eldri nemendur (31%) en þeir yngri (15%)
áherslu á að kennarinn útskýrði námsefnið vel, χ2 (1, n =161) = 6,21, p<0,05: Hann
þarf að kunna að útskýra svo það sé hægt að læra það [námsefnið], skrifaði fjórtán ára nem-
andi. Eins töldu hlutfallslega fleiri eldri nemendur (21%) en yngri (8%) mikilvægt að
kennarinn sýndi nemendum virðingu, χ2 (1, n =161) = 5,28, p<0,05, eða eins og fjórtán
ára nemandi sagði: Kennarinn þarf fyrst og fremst að virða nemendur, þá munu þeir virða
hann.
Þegar litið er til hjálpsemi kennara kom fram samvirkni á milli aldurs og kyns. Eins
og mynd 2 sýnir virðast tíu ára stúlkur skera sig nokkuð úr. Þannig nefndu fleiri tíu
ára stúlkur (37%) að góður kennari væri hjálpsamur en tíu ára drengir (14%), χ2 (1,
n =75) = 4,73, p<0,05 og bæði fjórtán ára stúlkur (19%), χ2 (1, n =93) = 3,66, p<0,05 og
fjórtán ára drengir (10%), χ2 (1, n =85) = 8,08, p<0,05. Góður kennari á að … hjálpa
til, hjálpa okkur með það sem við skiljum ekki, sagði ein tíu ára stúlka; önnur fjórtán ára
nefndi: … og vera alltaf til staðar.
Mynd 2. Hjálpsamur kennari. Munur á viðhorfum nemenda eftir aldri og kyni.
Munur á viðhorfum nemenda eftir skólum
Lítinn mun var að finna á svörum nemenda eftir skólum við opnu spurningunni:
Hvað er góður kennari? Þó kom fram að fleiri nemendur í nýja skólanum (37%) en þeim
rótgróna (13%) nefna að kennarinn eigi að vera skapgóður, χ2 (1, n =161) = 13,32,
p<0,001. Þá kom fram að fleiri úr rótgróna skólanum nefndu mikilvægi þess að kenn-
ari legði fyrir hæfilega heimavinnu en í nýja skólanum (14% á móti 3%), χ2 (1, n =161)
= 5,45, p<0,05. Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að það séu einkum fjórtán
Stúlkur Drengir
50%
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
37%
19%
10 ára
14 ára
14%
10%