Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 121

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 121
121 STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR og menntun kennara og þá kynjamótun sem þar fer fram. Loks er dregið fram hversu ólík sjónarmið ríki enn meðal fræðimanna um ástæðurnar fyrir aðstöðumun kynjanna í samfélaginu og þátt skólans í honum. Hér er vakin sérstök athygli á tengslum skóla- starfs og stöðu kynjanna með áherslu á kennaramenntun og hlutverk löggjafans í því að setja henni skýr markmið sem geti stuðlað að jafnrétti þegnanna. í upphafi þriðja hluta bókarinnar, Námskrár, námsbækur og kynferði kveðst höfundur ætla að „snerpa á umræðunni um menntun og kynferði” (bls. 148) og vísar þar til rann- sóknar á þessu sviði sem hún hafi unnið að sl. tvö ár og nái til allra skólastiga. Fyrri hluti þessarar umfjöllunar snýst um grunnhugtök í kvennarannsóknum og megin- viðfangsefni höfundar í umræddri rannsókn hennar. í síðari hlutanum er ítarleg um- fjöllun um námskrár grunn- og framhaldsskóla. Höfundur greinir frá niðurstöðum nýlegra rannsókna sinna á námskrám sem hún greindi í kynjafræðilegu ljósi. Jafn- framt kynnir hún aðferð til að samþætta kvennarannsóknir almennu námsefni í þeim tilgangi að minnka þá kynjaslagsíðu sem hún telur að sé á mörgum kennslubókum. í greiningu sinni frá árinu 1992 (5. kafli) kemst Guðný að þeirri niðurstöðu að finna megi skýra stefnumörkun um jafnréttismál á grunnskólastigi í skýrslunni Jöfn staða kynja í skólum. Sú stefna eigi sér stoð í jafnréttislögum og birtist að hluta í grunn- skólalögum (bls. 166). Á hinn bóginn sé engin tilraun gerð til þess að taka á þessu máli í Námskrá fyrir framhaldsskóla. Ný greining á námskrám grunn- og framhaldsskóla var birt árið 2003 þegar báðar námskrárnar höfðu verið endurskoðaðar frá grunni. Sú athugun leiddi í ljós að „Hefð- bundin greinabundin námskrá eins og námskrá framhaldsskólans gefur lítið rými fyrir umfjöllun um jafnréttismál” (bls. 195). Greining á námskrá grunnskólans sýnir að áherslan á kynjajafnrétti og jafnréttisfræðslu er afar takmörkuð og kveðst höfundur ekki sjá þess merki að gert sé ráð fyrir markvissri jafnréttisfræðslu fyrr en hugsanlega í 10. bekk og þá í tveim námsgreinum. Niðurstaða höfundar er sú að námskrárnar end- urspegli hvorki „jafnréttislögin, rannsóknir og umræðu um kyngervi og skólastarf“, né þá yfirlýstu stefnu sem boðuð var í áðurnefndu sérriti, Jöfn staða kynja í skólum (bls. 193). Umfjöllun bókarinnar um námskrár nær ekki til háskólastigsins en Guðný leggur áherslu á mikilvægi þess að kennsla í kvennafræðum verði efld við Háskóla íslands, að öðrum kosti komist sjónarmið kvennarannsókna seint inn í kennslubækur grunn- og framhaldsskóla (bls. 166). Kennarar þurfi jafnframt að fá menntun sem geri þá hæfari til að vinna að jafnri stöðu kynjanna í skólunum og endurskoðun námskrár fyrir kennaramenntunarstofnanir sé mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni. Umfjöllun bókarinnar um námskrár er sérstaklega gagnleg fyrir þá sem sinna upp- eldi og kennslu barna og unglinga og ætti að vera skyldulesning í kennaranámi. Þarna fæst mikill þekkingargrunnur og auk þess eru kynntar aðferðir sem nýta má til að skoða texta frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Síðast en ekki síst er hér bent á leiðir til þess að samþætta kvennarannsóknir almennu námsefni til að minnka þá kynjaslagsíðu sem höfundur telur að sé á mörgum kennslubókum. Þetta er þó ekki vandalaust og því hefði þurft að útfæra þessa hugmynd með skýrari hætti og hagnýtum dæmum. í fjórða hluta bókarinnar, Leiðtogar, stjórnendur og kynferði, eru þrír kaflar. Sá fyrsti er reistur á athugun sem var gerð árið 1992 sem þáttur í stærri rannsókn, en þá fór fram mikil umræða um þörfina á því að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.