Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 42
42
gÓðUR kennAR I :
ára nemendur í rótgróna skólanum sem telji góðan kennara setja nemendum fyrir
hæfilega heimavinnu. af þeim sem töldu hæfilega heimavinnu mikilvægan kost hjá
góðum kennara voru ríflega 90% fjórtán ára nemendur og af þeim 80% úr rótgróna
skólanum.
Hvað líkar þér verst hjá kennara? – Opin spurning
Þátttakendur í rannsókninni svöruðu þessari spurningu á svipaðan hátt og fyrri
spurningu um hvað einkenndi góðan kennara og nefndu alls átján atriði. Á mynd
3 má sjá að tæpur þriðjungur nemenda (28%, n=42) fellir sig illa við strangan kenn-
ara. í svörum þeirra kemur fram að strangur kennari eða „of strangur“ eins og sumir
nefndu er oftast ósveigjanlegur og tekur hlutina of alvarlega: …og leyfir krökkunum
ekki að fá smá pásu eftir að hafa unnið mikið. Þá fellur um fjórðungi þeirra (25%, n=38)
illa við reiðan og pirraðan kennara. Nokkrir minntust sérstaklega á hve slæmt væri
þegar kennarar létu persónulegan pirring bitna á nemendum. Það er líka mjög fúlt þegar
kennarinn er fúll eða í vondu skapi og tekur það út á nemendum. Fleiri tjáðu sig um þetta:
… þegar hann verður reiður þegar maður skilur ekki; og … ef kennarinn er alltaf pirraður er
ekki gaman. Jafnt hlutfall nemenda, eða tæplega fimmtungur (18%, n=27), nefndi að
þeim líkaði það illa þegar kennarinn „öskraði“ á nemendur og væri „leiðinlegur“.
Leiðinlega kennaranum er lýst sem húmorslausum náunga sem gerir námsefnið leið-
inlegt, er upptekinn af sjálfum sér og skammar fyrir hvert lítilræði sem út af ber. Um
16% nemenda (n=24) lýstu vanþóknun sinni á því að kennarinn mismunaði nemend-
um, ætti uppáhaldsnemendur og dæmdi nemendur jafnvel fyrir fram eins og eftirfar-
andi orð eins þeirra bera með sér: Þegar hann lætur reiði sína bitna á krökkum og ákveður
fyrir fram hvernig nemendur eru í sambandi við lærdóm. Leyfir þeim ekki að fá tækifæri til
að sýna sitt besta. annar nefndi: Og það er líka ömurlegt þegar kennarar dæma nemendur
eftir systkinum eða jafnvel einkunnum í stað þess að veita þeim bara meiri hjálp. Og sá þriðji:
…sem er alltaf að skammast og neitar að trúa því að þótt maður hafi einu sinni verið lélegur
eða óþekkur í einhverju er maður það ekki lengur. Um 13% nemenda (n=19) nefndu að
Er of strangur (N=42)
Er reiður eða pirraður (N=38)
Öskrar á nemendur (N=27)
Er leiðinlegur (N=27)
Mismunar nemendum, gerir upp á milli þeirra (N=24)
Skammar, stundum að ósekju (N=23)
Er ósanngjarn, allir líða fyrir einn (N=20)
Hefur of mikla heimavinnu (N=19)
Útskýrir námsefnið illa (N=19)
Móðgar eða niðurlægir nemendur (N=16)
Hlutfall svarenda
0% 10% 20% 30% 40% 50%
28%
25%
18%
18%
16%
15%
13%
13%
13%
11%
Mynd 3. Ókostir hjá kennara. Yfirlit yfir atriði sem nemendur nefndu oftast.