Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 13
13
aðfErð
Rannsóknin fór fram í janúarmánuði árið 2006 í tveimur grunnskólum á höfuðborg-
arsvæðinu. Þátttakendur voru 20 sex og sjö ára börn sem höfðu hafið grunnskóla-
gönguna um haustið, tíu drengir og tíu stúlkur. Börnin komu öll úr sama leikskól-
anum og höfðu tekið þátt í rannsókn síðasta árið sitt í leikskóla þar sem leitað var eftir
viðhorfum þeirra og sýn á leikskólastarfið og væntanlega grunnskólagöngu (Jóhanna
Einarsdóttir, 2006). Fengið var samþykki skólastjórnenda, kennara og foreldra, auk
barnanna sjálfra.
Aðferðir í rannsóknum með börnum
Rannsóknir, sem unnar hafa verið með börnum á undanförnum árum, hafa leitt í ljós
að börn eru ekki síðri heimildarmenn en fullorðnir. að sumu leyti eru rannsóknir
með börnum ekki frábrugðnar rannsóknum með fullorðnum. Leita þarf upplýsts
samþykkis barnanna og heita þeim trúnaði og nafnleynd eins og um fullorðna væri
að ræða. Börnin þurfa einnig að fá upplýsingar um tilgang rannsóknarinnar og rétt
sinn til að hætta þegar þau vilja (Jóhanna Einarsdóttir, 2007b). Börn eru hins vegar
ólík fullorðnum og það skapar þeim sérstaka stöðu sem þátttakendum í rannsóknum.
Þess vegna eru sérstakar aðferðir og aðstæður oft nauðsynlegar. í rannsóknum með
börnum vega siðferðisleg sjónarmið einnig þungt, þar með talið valdajafnvægið milli
fullorðinna og barna, sem getur t.d. haft það í för með sér að barnið reyni að þóknast
hinum fullorðna (Evans og Fuller, 1996; Greig og Taylor, 1999; Hennesey, 1999).
í þessari rannsókn var reynt að draga úr valdaójafnvægi með því að framkvæma
rannsóknina á heimavelli barnanna, á tímum sem þeim hentaði og meðal rannsak-
enda var fólk sem börnin þekktu vel. Einnig voru notaðar fjölbreyttar rannsóknarað-
ferðir sem henta ólíkum börnum og taka mið af hæfni þeirra, þekkingu og áhuga.
Eftirfarandi aðferðir voru notaðar við gagnasöfnun:
1. Hópviðtöl. Tekin voru opin viðtöl við börnin í tveggja til þriggja manna hópum.
2. Teikningar barnanna. í framhaldi af viðtölunum voru börnin beðin að teikna
myndir af því sem þeim þykir skemmtilegt og leiðinlegt í grunnskólanum.
3. Ljósmyndir barnanna. Börnin fóru með rannsakanda um grunnskólann og tóku
myndir af því sem þau vildu sýna úr skólanum og ræddu síðan um myndirnar.
Hópviðtöl
Farin var sú leið að hafa tvö eða þrjú börn saman í viðtölunum en það hefur reynst
vel í öðrum rannsóknum að taka viðtöl við fleiri en eitt barn í einu (Graue og Walsh,
1998; Greig og Taylor, 1999; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Mayall, 2000). Viðtöl við börn
í hóp byggjast á aðstæðum sem þau þekkja. Börn eru vön að vera saman í hóp og í
samveru við önnur börn læra þau og mynda sér skoðun á umhverfi sínu. Hópviðtöl
byggjast á samskiptum; börnin ræða saman um spurningarnar og aðstoða hvert ann-
að með svörin, þau minna hvert annað á og gæta þess að satt og rétt sé sagt frá og þau
spyrja hvert annað spurninga og eru því að nokkru leyti í stöðu spyrjenda líka. Börn
eru öflugri þegar þau eru fleiri saman og valdastaða þeirra gagnvart hinum fullorðna
JÓHAnnA eInARSdÓTTIR