Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 78
78
Og SeInnA bÖRnIn SegJA:
tveggja viðamikilla kannana. Marktæknipróf eru reiknuð fyrir breytingar á viðhorfum
til hefðbundinna karlastarfa og hefðbundinna kvennastarfa meðal stúlkna og drengja.
Unglingar þekkja vel til verkaskiptingar á eigin heimili og eiga mikilla hagsmuna að
gæta í þróun jafnréttismála. Viðhorf þeirra geta því að mörgu leyti talist vera næmur
mælikvarði á stefnur og strauma í samfélaginu, bæði hvað varðar andrúmsloftið á til-
teknum tíma og breytingar í framtíðinni. Þeir unglingar sem nú eru að vaxa úr grasi
eru afkomendur kynslóðar sem tók stórt stökk í átt til aukins jafnréttis á áttunda og
níunda áratugnum en þeir hafa jafnframt alist upp á tímum stöðnunar og jafnvel bak-
slags í jafnréttismálum.
aðfErð og gögn
Þær niðurstöður sem hér fara á eftir eru að meginhluta unnar upp úr tveimur rann-
sóknum sem lagðar voru fyrir á mismunandi tímabilum. Rannsóknin Ungt fólk ’92 var
lögð fyrir alla nemendur í 10. bekkjum íslenskra grunnskóla vorið 1992 (Þóroddur
Bjarnason og Þórólfur Þórlindsson, 1993). alls svöruðu 3.540 nemendur könnuninni
og var svarhlutfall 89,3%. í febrúar 2006 var rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema
lögð fyrir í fyrsta sinn á íslandi (Þóroddur Bjarnason, Stefán Hrafn Jónsson, Kjartan
Ólafsson, andrea Hjálmsdóttir og aðalsteinn Ólafsson, 2006). alls voru 4.376 nem-
endur í 10. bekk vorið 2006 en fyrir árganginn voru lagðar tvær gerðir spurningalista.
Þær spurningar sem fjallað er um hér voru lagðar fyrir helming nemenda í 10. bekk
og svöruðu alls 2.022 nemendur listanum. Svarhlutfall í þessum hluta telst því vera
92,4%.
í þessum tveimur könnunum voru lagðar fyrir nemendurna tíu spurningar er vörð-
uðu hugmyndir um eðlilega verkaskiptingu á heimilum þar sem bæði eiginmaðurinn
og eiginkonan ynnu fulla vinnu utan heimils. Unglingarnir voru spurðir hvort eðli-
legra væri að eiginmaðurinn eða eiginkonan sæi um (1) þvott á fatnaði, (2) matargerð,
(3) hreingerningar á íbúð, (4) matarinnkaup, (5) að vakna til ungbarna, (6) að fara á
foreldrafund, (7) uppvask, (8) fjármál heimilisins, (9) smáviðgerðir á húsnæði, og (10)
umhirðu bifreiðar. Svarmöguleikar voru (1) alltaf eiginkonan, (2) frekar eiginkon-
an, (3) bæði jafnt, (4) frekar eiginmaðurinn og (5) alltaf eiginmaðurinn. Þáttagreining
staðfestir tvo undirliggjandi þætti; hefðbundin kvennastörf (atriði 1–7) og hefðbundin
karlastörf (atriði 8–10) og voru spurningar hvors þáttar um sig lagðar saman. Þau
sjö atriði sem mældu viðhorf til hefðbundinna kvenhlutverka í heimilisstörfum voru
kóðuð í þrjá flokka (2: alltaf eiginkonan, 1: Frekar eiginkonan, 0: Jafnt eða eiginmað-
urinn). Þessi atriði mynda áreiðanlegan kvarða (α: 0,80) og voru lögð saman til að
mæla Hefðbundin kvenhlutverk á tíu punkta kvarða. Á svipaðan hátt voru þau þrjú
atriði sem mældu viðhorf til hefðbundinna karlhlutverka í heimilisstörfum kóðuð í
þrjá flokka (2: alltaf eiginmaðurinn, 1: Frekar eiginmaður inn, 0: Jafnt eða eiginkon-
an). Þessi atriði mynda einnig áreiðanlegan kvarða (α: 0,75) og voru lögð saman til að
mæla Hefðbundin karlhlutverk á tíu punkta kvarða.