Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 78

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 78
78 Og SeInnA bÖRnIn SegJA: tveggja viðamikilla kannana. Marktæknipróf eru reiknuð fyrir breytingar á viðhorfum til hefðbundinna karlastarfa og hefðbundinna kvennastarfa meðal stúlkna og drengja. Unglingar þekkja vel til verkaskiptingar á eigin heimili og eiga mikilla hagsmuna að gæta í þróun jafnréttismála. Viðhorf þeirra geta því að mörgu leyti talist vera næmur mælikvarði á stefnur og strauma í samfélaginu, bæði hvað varðar andrúmsloftið á til- teknum tíma og breytingar í framtíðinni. Þeir unglingar sem nú eru að vaxa úr grasi eru afkomendur kynslóðar sem tók stórt stökk í átt til aukins jafnréttis á áttunda og níunda áratugnum en þeir hafa jafnframt alist upp á tímum stöðnunar og jafnvel bak- slags í jafnréttismálum. aðfErð og gögn Þær niðurstöður sem hér fara á eftir eru að meginhluta unnar upp úr tveimur rann- sóknum sem lagðar voru fyrir á mismunandi tímabilum. Rannsóknin Ungt fólk ’92 var lögð fyrir alla nemendur í 10. bekkjum íslenskra grunnskóla vorið 1992 (Þóroddur Bjarnason og Þórólfur Þórlindsson, 1993). alls svöruðu 3.540 nemendur könnuninni og var svarhlutfall 89,3%. í febrúar 2006 var rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema lögð fyrir í fyrsta sinn á íslandi (Þóroddur Bjarnason, Stefán Hrafn Jónsson, Kjartan Ólafsson, andrea Hjálmsdóttir og aðalsteinn Ólafsson, 2006). alls voru 4.376 nem- endur í 10. bekk vorið 2006 en fyrir árganginn voru lagðar tvær gerðir spurningalista. Þær spurningar sem fjallað er um hér voru lagðar fyrir helming nemenda í 10. bekk og svöruðu alls 2.022 nemendur listanum. Svarhlutfall í þessum hluta telst því vera 92,4%. í þessum tveimur könnunum voru lagðar fyrir nemendurna tíu spurningar er vörð- uðu hugmyndir um eðlilega verkaskiptingu á heimilum þar sem bæði eiginmaðurinn og eiginkonan ynnu fulla vinnu utan heimils. Unglingarnir voru spurðir hvort eðli- legra væri að eiginmaðurinn eða eiginkonan sæi um (1) þvott á fatnaði, (2) matargerð, (3) hreingerningar á íbúð, (4) matarinnkaup, (5) að vakna til ungbarna, (6) að fara á foreldrafund, (7) uppvask, (8) fjármál heimilisins, (9) smáviðgerðir á húsnæði, og (10) umhirðu bifreiðar. Svarmöguleikar voru (1) alltaf eiginkonan, (2) frekar eiginkon- an, (3) bæði jafnt, (4) frekar eiginmaðurinn og (5) alltaf eiginmaðurinn. Þáttagreining staðfestir tvo undirliggjandi þætti; hefðbundin kvennastörf (atriði 1–7) og hefðbundin karlastörf (atriði 8–10) og voru spurningar hvors þáttar um sig lagðar saman. Þau sjö atriði sem mældu viðhorf til hefðbundinna kvenhlutverka í heimilisstörfum voru kóðuð í þrjá flokka (2: alltaf eiginkonan, 1: Frekar eiginkonan, 0: Jafnt eða eiginmað- urinn). Þessi atriði mynda áreiðanlegan kvarða (α: 0,80) og voru lögð saman til að mæla Hefðbundin kvenhlutverk á tíu punkta kvarða. Á svipaðan hátt voru þau þrjú atriði sem mældu viðhorf til hefðbundinna karlhlutverka í heimilisstörfum kóðuð í þrjá flokka (2: alltaf eiginmaðurinn, 1: Frekar eiginmaður inn, 0: Jafnt eða eiginkon- an). Þessi atriði mynda einnig áreiðanlegan kvarða (α: 0,75) og voru lögð saman til að mæla Hefðbundin karlhlutverk á tíu punkta kvarða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.