Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 93

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 93
93 bÖRkUR HAnSen, ÓlAFUR H. JÓHAnnSSOn, STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR röðun þessa viðfangsefnis var í öðru sæti árin 1991 og 2001 en í þriðja sæti árið 2006 sem er sama sætið og í raunverulegu röðuninni það árið. Þá virðist röðun á hegðun nemenda, þ.e. verkþáttum tengdum hegðunarvandkvæðum nemenda, svo sem fundum og reglum þar um, vera að breytast. Það viðfangsefni er nú í sjötta sæti í raunverulegri röðun en var í fjórða sæti 1991 og 2001. Hegðun nemenda er jafnframt eitt þeirra við- fangsefna sem skólastjórar hafa sett talsvert neðar í ákjósanlegri röðun viðfangsefna, þ.e. í níunda og áttunda sæti. Flokkurinn Málefni nemenda virðist einnig vera að færast til en þau skipast nú í fimmta sæti í raunverulegri röðun viðfangsefna en voru áður í öðru og þriðja sæti. Með málefnum nemenda er átt við verkþætti eins og ráðgjöf við nemendur, vinnu vegna félagsstarfa, samstarf við foreldra, o.s.frv. Bilið í heild milli raunverulegrar og ákjósanlegrar röðunar viðfangsefnanna sem hér eru tekin til skoðunar sveiflast nokkuð á því árabili sem er lagt til grundvallar. Þetta bil er í heild 20 sæti árið 2006 en var 30 sæti árið 2001 og 18 sæti 1991. Á þessu 15 ára tímabili er bilið milli raunverulegrar og ákjósanlegrar forgangsröðunar áhugaverðast árið 2001, þegar það er mest, en þá voru fimm ár frá því að grunnskólinn var færður til sveitarfélaga með tilheyrandi breytingum í starfsumhverfi skólastjóra. Það má því segja að árið 2006 hafi skólastjórar færst nær því að verja tíma sínum í viðfangsefni með sambærilegum hætti og árið 1991. Þessar breytingar á forgangsröðun á árinu 2006 í samanburði við forgangsröðun sömu viðfangsefna 2001 og 1991 gefa því vísbendingar um að hlutverk skólastjóra sé að breytast nokkuð frá því sem áður var. Stærstu breytingarnar lúta að þeim tíma sem skólastjórar verja í vinnu með starfsfólki og við áætlanagerð en þeir virðast verja mun meira af vinnutíma sínum í verkefni sem tengjast þessum þáttum nú en áður. Deildarstjórar og áhrif þeirra á hlutverk skólastjóra Ein ástæðan fyrir því að skólastjórar verja auknum tíma í áætlanagerð og vinnu með starfsfólki kann, eins og að framan greinir, að vera tilkoma deildarstjóra en það starfs- heiti var formlega ákvarðað í kjarasamningum árið 2001. í töflu 3 er greint frá mati skólastjóra á breytingum á störfum sínum með tilkomu deildarstjóra. Tafla 3 – Breytingar á störfum skólastjóra með tilkomu deildarstjóra. Viðfangsefni Tími sem skólastjórar verja í viðkomandi viðfangsefni (%)* Minni tími Engar breytingar Meiri tími Stefnumótun 6 24 69 Dagleg stjórnun 19 24 56 Samstarf við foreldra 23 48 29 Hegðun nemenda 56 22 22 Fjármálaumsýsla 4 43 53 Samskipti við fræðsluyfirvöld 4 49 47 Vinna við sjálfsmat 10 47 42 Gerð endurmenntunaráætlana 6 47 47 Skipulag og framkvæmd þróunarverkefna 13 50 37 Ráðgjöf við starfsfólk 25 25 49 *132 skólastjórar svöruðu listanum í heild en 88 þessari spurningu að jafnaði. Það kemur til af því að ekki eru deildarstjórar í öllum skólum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.