Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 47
47
ÁSdíS HReFnA HARAldSdÓTTIR, SIgRún AðAlbJARnARdÓTTIR
Mynd 7. Góður kennari hvetur til einstaklingsvinnu:
Viðhorf drengja og stúlkna eftir skólum (frekar og mjög sammála).
umræða
í rannsókn þessari var leitað eftir hugmyndum tíu og fjórtán ára grunnskólanemenda
um það sem þeim finnst einkenna góða og slæma kennara. Markmiðið er að auka
skilning á viðhorfum og væntingum nemenda til kennara með það í huga að efla já-
kvæð samskipti nemenda og kennara sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að farsælu
og árangursríku skólastarfi (Pianta, 2000; Rudduck og Flutter, 2004; Sigrún aðalbjarn-
ardóttir, 2007; Solomon, Watson og Battistich, 2001; Watson, 2003).
Meginniðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að nemendur líti oftar til per-
sónulegra eiginleika kennarans og viðmóts hans en til kennslufræðilegra þátta þegar
þeir greina frá hugmyndum sínum um kosti og ókosti kennara þótt síðarnefndu þætt-
irnir skipti þá einnig máli.
Góður kennari að mati tíu og fjórtán ára nemenda
af þeim tíu atriðum sem flestir nemendur nefndu í svörum við opinni spurningu um
góðan kennara féllu sjö undir þáttinn persónulegir eiginleikar og viðmót. Þrjú þeirra
vísa til persónulegra eiginleika hans: Hann er hress og skemmtilegur (40%), skap-
góður og góður/blíður (21−23%). Fjögur atriðanna vísuðu til viðmóts eða framkomu
kennarans: Hann er hjálpsamur (21%), hann sýnir nemendum virðingu, sanngirni,
skilning og hlustar á skoðanir þeirra (15% hvert atriði). Undir kennslufræðilega þátt-
inn féllu þrjú atriði: Hann hefur góða stjórn á bekknum (40%), hann er sveigjanlegur
(36%) og hann útskýrir vel (24%). Svo virðist sem blanda af léttleika og fagmennsku
falli mörgum nemendum vel og það endurspeglast í orðum þessa fjórtán ára nem-
anda: Góður kennari finnst mér vera persóna sem er alltaf létt og hress í skapi. Getur djókað
með manni en samt náð að kenna manni vel.
Stúlkur Drengir
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
37%
21%
Rótgróinn skóli
Nýr skóli
43%
18%