Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 120

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 120
120 mennTUn, FORySTA Og kynFeRðI um viðfangsefni bókarinnar og áhugamönnum. Undantekning frá þessu er lengsti kaflinn, Orðræða um árangur, skilvirkni og kyngervi við stjórnun menntastofnana frá árinu 2001, sem er þungur aflestrar og gerir miklar kröfur til lesandans. Meginástæðurnar eru þær að lykilhugtök textans eru enn mörgum framandi, kaflinn er efnislega ofhlað- inn og textinn hefði mátt vera slípaðri. Rannsóknin sem þarna er fjallað um er eigi að síður afar áhugaverð og bætir verulega við þekkingu okkar á samspili umhverfisþátta og stjórnunarhátta og möguleikum stjórnenda til þess að ákveða hvernig þeir staðsetja sig í orðræðunni um stjórnun og völd. Bókinni er fylgt úr hlaði með inngangskafla þar sem höfundur gerir grein fyrir áhuga sínum á viðfangsefnum bókarinnar, menntun, kynferði og forystu, og beinir sjónum sínum annars vegar að orðræðunni um menntun og kynferði og hins vegar um forystu og kynferði. Þessi umfjöllun er ítarleg og tekur til ríkjandi orðræðu um menntun og forystu innan fræðaheimsins, á vettvangi skólans og í fjölmiðlum og við- bragða femínista við þeim umskiptum sem þeir telja að hafi orðið í umræðu um jafn- réttismál. að þeirra mati er svonefnd drengjaorðræða, þar sem lögð er áhersla á bága stöðu drengja í skólum, tákn um bakslag í kvennabaráttunni. Guðný vísar til erlendra fræðimanna sem telja að nýfrjálshyggja og áhersla á skilvirkni og árangur hafi í raun þaggað niður í jafnréttisumræðunni í skólum og drengjaorðræðan hafi nýst vel sem tæki í þessu skyni (bls. 15). Þetta telur Guðný þó aðeins vera eina af ástæðunum, umskipti í jafnréttisumræðunni megi rekja til fjölmargra þátta, svo sem íhaldssamrar fjölmiðlaumræðu, menntastefnu nýfrjálshyggjunnar og hnattvæðingar. alvarlegasta ábending Guðnýjar er sú að svo virðist sem lítil tengsl séu á milli fræðilegra rann- sókna og skólastarfs. í umfjöllun sinni um forystu og kynferði veltir höfundur fyrir sér hvers vegna konur komist síður en karlar til valda og virðingar í þjóðfélaginu og að kynjun forystu- hlutverka. Fram kemur að hátt menntunarstig kvenna hafi ekki dugað í þessu skyni. Guðný vekur athygli á því að „sams konar skil virðast vera komin í umræðuna um femínismann eða kvennabaráttuna og í menntaumræðuna“ (bls. 22). að mati hennar takast hér á sjónarmið fræðasamfélagsins, kvennasamtaka, pólitískra stofnana og markaðarins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að allir sem láta sig jafnréttismál varða nái saman og bendir á þá möguleika sem falist geti í framlagi fræðasamfélagsins í þessu skyni. Inngangskaflinn byggir nauðsynlega þekkingarbrú milli þeirra efnisþátta sem bókin fjallar um. Hann veitir jafnframt gagnlegt yfirlit yfir þróun hugmynda, hugmynda- kerfa, kenninga og kvennabaráttu á síðustu árum. Guðnýju tekst vel að varpa ljósi á það hvernig tekist er á um jafnréttismál í ríkjandi orðræðu á hinum ýmsu athafnasvið- um samfélagsins og bendir á leiðir til að skapa þekkingu og skilning þar á milli. í öðrum hluta bókarinnar er fjallað um mikilvæg hugtök í kynjafræðum, sjálfs- myndir, kynímyndir, hugverur og kynferði. Þessari umfjöllun er skipt niður í fjóra kafla. Höfundur lýsir þeirri afstöðu sinni að því aðeins geti skólastefna og kennara- menntun verið í anda kynjajafnréttis og nýrrar aðalnámskrár að áherslum í skóla- starfi verði breytt. Fjallað er um þá þætti í þjóðfélagsaðstæðum sem höfundur telur að kalli á breytingar, um mikilvægi skýrra markmiða og um leiðir sem fara megi í skólastarfi og kennaramenntun í því skyni að ná þeim fram. Rætt er um hlutverk skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.