Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 18
18 R: Kenna? Bryndís: Kenna og kenna, þeir sofna aldrei við vinnuna sína. Hvað börnin áttu við með því að kennararnir væru að kenna kom nánar fram hjá sumum börnunum. Hreinn sagði t.d.: „Þeir kenna okkur að reikna“ og í umræðunum hér að neðan kemur t.d. fram að kennararnir kenni m.a. stærðfræði og lestur. R: Hvað gera kennararnir í skólanum? María: Kenna. Lára: Kenna okkur. R: Já, hvað kenna þeir ykkur? Lára: Þeir kenna okkur stærðfræði og kenna okkur að mæla, kenna okkur að skrifa, kenna okkur að gera bara eitthvað, bara alls konar. María: Já. R: En hvað finnst ykkur að kennararnir eigi að vera að gera? Lára: Bara að kenna. annað, sem börnin nefndu að kennararnir gerðu, var að „athuga hvort börnin gerðu rétt eða ekki rétt“, „borða og fara upp á kennarastofu“, og ein stúlka nefndi að kenn- ararnir læsu fyrir þau á meðan þau borðuðu nestið sitt og leyfðu þeim að lita og ,,stundum að lita frjálst” eins og hún orðaði það. Líðan barnanna í skólanum Til að grennslast fyrir um líðan barnanna í skólanum voru þau í viðtölunum spurð um hvað þeim þætti skemmtilegt, auðvelt, erfitt eða leiðinlegt. Þau fengu einnig tækifæri til að tjá sig á annan hátt um líðan sína með teikningum og ljósmyndum. Það sem er skemmtilegt Þegar börnin voru spurð í viðtölunum um hvað þeim fyndist skemmtilegast í skól- anum voru svörin nokkuð fjölbreytt. Sum barnanna töluðu um að þeim fyndist gaman að læra. Þegar Björg var spurð hvað henni fyndist skemmtilegt í skólanum sagði hún: „Mér finnst skemmtilegast að læra.“ aðalsteinn og anna töluðu um að þau hefðu gaman af stafablöðum og Lára sagði: „Það er skemmtilegast að læra eða að fara að gera frjálst í bókunum.“ Fleiri börn nefndu líka að þeim fyndist skemmtilegt í skól- anum þegar þau mættu gera eitthvað frjálst og velja sjálf. Nokkur börn nefndu einnig að þeim þætti gaman í frímínútum. Þessi viðhorf koma fram í eftirfarandi viðtali við tvo drengi: R: Hvað finnst ykkur skemmtilegt í skólanum? Hjálmar: Okkur finnst skemmtilegt í frímínútum út af því að þá megum við leika okkur alveg eins og við viljum. R: aha. Guðbjartur, hvað finnst þér skemmtilegt? Guðbjartur: Mér finnst skemmtilegt að biðja um að gera eitthvað – að teikna. R: Já, finnst þér skemmtilegt að teikna? „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.