Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 18
18
R: Kenna?
Bryndís: Kenna og kenna, þeir sofna aldrei við vinnuna sína.
Hvað börnin áttu við með því að kennararnir væru að kenna kom nánar fram hjá
sumum börnunum. Hreinn sagði t.d.: „Þeir kenna okkur að reikna“ og í umræðunum
hér að neðan kemur t.d. fram að kennararnir kenni m.a. stærðfræði og lestur.
R: Hvað gera kennararnir í skólanum?
María: Kenna.
Lára: Kenna okkur.
R: Já, hvað kenna þeir ykkur?
Lára: Þeir kenna okkur stærðfræði og kenna okkur að mæla, kenna okkur að skrifa,
kenna okkur að gera bara eitthvað, bara alls konar.
María: Já.
R: En hvað finnst ykkur að kennararnir eigi að vera að gera?
Lára: Bara að kenna.
annað, sem börnin nefndu að kennararnir gerðu, var að „athuga hvort börnin gerðu
rétt eða ekki rétt“, „borða og fara upp á kennarastofu“, og ein stúlka nefndi að kenn-
ararnir læsu fyrir þau á meðan þau borðuðu nestið sitt og leyfðu þeim að lita og
,,stundum að lita frjálst” eins og hún orðaði það.
Líðan barnanna í skólanum
Til að grennslast fyrir um líðan barnanna í skólanum voru þau í viðtölunum spurð um
hvað þeim þætti skemmtilegt, auðvelt, erfitt eða leiðinlegt. Þau fengu einnig tækifæri
til að tjá sig á annan hátt um líðan sína með teikningum og ljósmyndum.
Það sem er skemmtilegt
Þegar börnin voru spurð í viðtölunum um hvað þeim fyndist skemmtilegast í skól-
anum voru svörin nokkuð fjölbreytt. Sum barnanna töluðu um að þeim fyndist gaman
að læra. Þegar Björg var spurð hvað henni fyndist skemmtilegt í skólanum sagði hún:
„Mér finnst skemmtilegast að læra.“ aðalsteinn og anna töluðu um að þau hefðu
gaman af stafablöðum og Lára sagði: „Það er skemmtilegast að læra eða að fara að
gera frjálst í bókunum.“ Fleiri börn nefndu líka að þeim fyndist skemmtilegt í skól-
anum þegar þau mættu gera eitthvað frjálst og velja sjálf. Nokkur börn nefndu einnig
að þeim þætti gaman í frímínútum. Þessi viðhorf koma fram í eftirfarandi viðtali við
tvo drengi:
R: Hvað finnst ykkur skemmtilegt í skólanum?
Hjálmar: Okkur finnst skemmtilegt í frímínútum út af því að þá megum við leika
okkur alveg eins og við viljum.
R: aha. Guðbjartur, hvað finnst þér skemmtilegt?
Guðbjartur: Mér finnst skemmtilegt að biðja um að gera eitthvað – að teikna.
R: Já, finnst þér skemmtilegt að teikna?
„VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“