Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 75
75
Uppeldi og menntun
17. árgangur 2. hefti, 2008
ANdREA HJÁlmSdÓttIR
ÞÓRoddUR bJARNASoN
„Og seinna börnin segja: Þetta er einmitt
sú veröld sem ég vil“…?
Breytingar á viðhorfum 10. bekkinga til jafnréttismála, 1992–2006
Á Íslandi er jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði
með því besta sem gerist í heiminum. Þó má greina merki um stöðnun eða jafnvel bakslag í
jafnréttismálum í íslensku þjóðfélagi og þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna sýna rann-
sóknir fram á tiltölulega stöðugan launamun kynjanna, konum í óhag, og lágt hlutfall kvenna
í valdastöðum í samfélaginu. Þá er ábyrgð og vinnuskylda á heimilum frekar á herðum kvenna
en karla. Í þessari grein eru viðhorf unglinga til verkaskiptingar á heimilum borin saman á
tímabilinu 1992 til 2006. Í ljós kemur að 10. bekkingar vorið 2006 höfðu marktækt íhaldssam-
ara viðhorf til verkaskiptingar á milli hjóna inni á heimilinu en jafnaldrar þeirra höfðu árið
1992. Hefðbundin kynjahlutverk virðast vera í meiri sókn hjá stúlkum en drengjum og því
dregur saman með kynjunum hvað jafnréttisviðhorf varðar. Þessar niðurstöður eru ræddar
með hliðsjón af breytingu á stöðu kynjanna á síðustu áratugum og hlutverki grunnskóla í
jafnréttisuppeldi.
inn gang ur
Á undanförnum áratugum hafa orðið verulegar breytingar í átt til aukins jafnrétt-
is kynjanna á íslandi. Samkvæmt jafnréttismælikvarðanum Gender gap index (Greig,
Hausmann, Tyson og Zadini, 2006) er jafnrétti kynjanna á íslandi meðal þess mesta
sem gerist í veröldinni hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði.
af þeim 115 löndum sem metin voru þóttu einungis Svíþjóð, Noregur og Finnland
standa sig betur í jafnréttismálum en ísland. íslenskar konur eru með þeim allra virk-
ustu á almennum vinnumarkaði í heiminum, en þátttaka þeirra er 78% samanborið
við 88% atvinnuþátttöku karla (Greig o.fl., 2006; Hagstofa íslands, 2008d). Á und-
anförnum áratugum hefur hlutfall kvenna meðal háskólanema hækkað jafnt og þétt
og eru þær nú 63% þeirra sem stunda háskólanám (Hagstofa íslands, 2008c). Hlutur
kvenna í stjórnmálum hefur jafnframt vaxið á undanförnum áratugum. Kjör Vigdísar