Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 97
97
bÖRkUR HAnSen, ÓlAFUR H. JÓHAnnSSOn, STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR
Þá hefur stærð skóla (fjöldi nemenda) neikvæða fylgni við mat skólastjóra á áhrifum
foreldra á námsefni (rs (132)= -0,195, p <0,05) og mat þeirra á áhrifum foreldra á mál-
efni er varða hegðun og samskipti við nemendur (rs (132)= -0,212, p <0,05). Eftir því
sem skólastjórarnir starfa við stærri skóla telja þeir áhrif foreldra minni á val námefnis
sem og málefni er tengjast hegðun og samskiptum nemenda. Það vekur athygli að
konur telja frekar en karlar að foreldrar hafi mikil áhrif á málefni er varða hegðun
og samskipti nemenda (χ² (2, N=131)=13,61, p<0,001) og að konur frekar en karlar
telja að foreldrar eigi að hafa lítil sem engin áhrif á kennsluhætti (χ² (2, N=131)=9,23,
p<0,01).
Marktæk tengsl komu fram við nokkur atriði í svörum skólastjóranna eftir lands-
hlutum. Þeir sem starfa í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík
telja frekar en þeir sem starfa í Reykjavík eða á landsbyggðinni að foreldrar hafi mikil
áhrif á stefnumótum skólans (χ² (4, N=129)=17,61, p<0,001) og eigi að hafa mikil áhrif
á stefnumótum skólans (χ² (4, N=129)=14,09, p<0,01). Þá telja þeir sem starfa á höfuð-
borgarsvæðinu frekar en þeir sem starfa í Reykjavík eða á landsbyggðinni að foreldrar
eigi að hafa mikil áhrif á kennsluhætti (χ² (4, N=129)=9,51, p<0,05) og að foreldrar eigi
að hafa mikil áhrif á stjórnun skóla (χ² (4, N=129)=12,52, p<0,05).
Þessar niðurstöður benda til þess að skólastjórar telji almennt að það beri að efla
áhrif foreldra á skólastarfið á öllum þeim sviðum sem spurt var um. Skoðanir skóla-
stjóranna á áhrifum foreldra eru þó ekki einhlítar og vekur sérstaða skólastjóranna á
höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur athygli. Þeir telja áhrif foreldra á stefnumótun,
mótun kennsluhátta og stjórnun skóla mikil og telja jafnframt að það beri að auka
áhrif foreldra á þessa þætti.
umræða
í þessum kafla er umræðunni skipt í fimm hluta og á yfirskrift hvers þeirra að endur-
spegla þær meginniðurstöður sem rannsóknir höfunda á hlutverki skólastjóra hafa
leitt í ljós.
Bilið milli raunverulegra og ákjósanlegra viðfangsefna
af töflu 2 sést að í þeim þremur könnunum sem höfundar hafa gert er talsvert bil milli
þess sem skólastjórar telja æskilega forgangsröðun viðfangsefna og raunveruleikans.
Gera má ráð fyrir að þessi munur verði ætíð til staðar í einhverjum mæli en hann stafar
fyrst og fremst af því að skólastjórinn hefur takmarkað vald á umhverfi sínu. Ytri kröfur
og þrýstingur takmarka frelsi til athafna, svo sem þegar skólastjóra eru fengin ýmis
viðbótarverkefni. Feli yfirvöld skólum aukin verkefni, t.d. rekstur mötuneytis, dvöl
eftir skólatíma eða aukna upplýsingagjöf af ýmsu tagi getur það leitt til ýmiss konar
togstreitu. Við þetta getur skapast spenna milli stjórnvalda og skóla vegna þess að
skólastjórar verða að sinna verkefnum sem þeir telja að falli utan við faglegt hlutverk
skóla sem mennta- og uppeldisstofnana. Vinna skólastjórnenda við verkefni sem þessi
getur jafnframt leitt til þess að kennurum finnist skólastjórar verða þeim fjarlægari