Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 96

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 96
96 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm að kennarar vilji taka þátt í ákvörðunum um skipan nemenda í bekki (χ² (4, N=127)=11,55, p<0,05). Niðurstöður sem tilgreindar eru í töflu 5 sýna að skólastjórar telja að þátttaka og áhrif kennara á ákvarðanir um mikilvæg fagleg málefni í skólastarfinu séu allmikil en mismunandi eftir verkefnum. Þættirnir sjálfsmat skóla, samstarf við foreldra og endur- menntunaráætlanir starfsfólks virðast hafa nokkra sérstöðu meðal þeirra verkefna sem tekin voru til athugunar, en þar meta skólastjórar áhrif kennara meiri en vilja þeirra til þátttöku. Þá vekur athygli að skólastjórnendur sem starfa í fjölmennum skólum meta vilja kennara minni til þátttöku í ákvörðunum um sérkennslu og fjárveitingar til ein- stakra verkefna en skólastjórar sem stjórna fámennari skólum. Foreldrar og áhrif þeirra á skólastarf Með grunnskólalögunum 1995 var stigið stórt skref í þá átt að tengja skólann helstu hagsmunaaðilum og var tilfærslan til sveitarfélaga liður í því. Með þeirri ráðstöfun er fólki í héraði veitt aukin hlutdeild í stjórnun og rekstri grunnskólans frá því sem áður var. aukin þátttaka foreldra er einnig tíunduð í lögunum, svo sem með for- eldraráðum, samtökum foreldra og aðild þeirra að skólanefndum. Þá er undirstrikað í lögunum að starfsmönnum skóla beri að efla samstarf heimilis og skóla. Það er því athyglisvert að kanna sýn skólastjóra á áhrif foreldra á skólastarfið. Tafla 6 – Þátttaka og áhrif foreldra á ákvarðanir að mati skólastjóra. Áhrif sem foreldrar hafa (%) Áhrif sem foreldrar ættu að hafa (%) Lítil Nokkur Mikil Lítil Nokkur Mikil Stefnumótun skólans 49 42 9 18 60 22 Skóladagatal 35 43 22 13 60 27 Kennsluhættir 80 19 1 48 49 3 Námsefni 94 6 0 56 39 5 Stjórnun skólans 67 28 3 42 51 7 Samskipti heimilis og skóla 18 55 27 0 29 71 Hegðun og samskipti nemenda 36 46 18 8 37 55 athygli vekur að 27% skólastjóranna segja að foreldrar hafi mikil áhrif á samskipti heimilis og skóla og 71% þeirra telja að þeir ættu að hafa þar mikil áhrif. Um 18% skóla- stjóranna telja áhrif foreldra á hegðun og samskipti nemenda vera mikil og 55% þeirra telja að þau áhrif eigi að vera mikil. Þá vekur athygli að skólastjórarnir telja að áhrif foreldra á þá þætti sem spurt var um ættu að vera meiri en raun ber vitni. Þessar niðurstöður eru athyglisverðar og áhugavert að kanna nánar síðar hvað veldur þessum mun á mati skólastjóra á raunverulegum og æskilegum áhrifum foreldra á skólastarfið. Þegar skoðuð er fylgni svara skólastjóranna við frumbreytur eins og reynslu skóla- stjóra í starfi, stærð skóla, kyn skólastjóra, staðsetningu skóla o.fl. koma í ljós marktæk tengsl á nokkrum stöðum. Marktæk neikvæð fylgni kemur fram milli starfsreynslu (fjölda ára í starfi sem skólastjórar) og hvort það eigi að auka eða minnka áhrif for- eldra á skólastarfið (rs (130)= –,210, p <0,05), þ.e. samfara aukinni reynslu skólastjóra telja þeir að draga eigi úr áhrifum foreldra á skólastarfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.