Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 100
100 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm togstreitu milli skólastjóra og kennara. amalía, Börkur og Ólafur (2006) hafa bent á að sumir stjórnunarhættir (bls. 19) séu líklegri en aðrir til þess að efla og styðja kennara til áhrifa. í kennurum landsins býr mikill mannauður sem brýnt er að virkja til góðra verka innan grunnskólans. Brjótast þarf út úr þeirri hefð sem skapast hefur, að kenn- arar séu fyrst og fremst ábyrgir fyrir sínum bekk eða sinni grein, og virkja þá til áhrifa í skólastarfinu. Slíkar áherslur eru í takt við þá þekkingu sem fyrir liggur um árang- ursríka stjórnunarhætti. Mat skólastjóra á áhrifum foreldra Mat skólastjóra á áhrifum foreldra á hina ýmsu þætti í skólastarfi er athyglisvert. Þá þætti sem spurt var um má greina í þrjá flokka: Stjórnunarlega þætti, þætti er snerta nám og kennslu og þætti er tengjast samskiptum nemenda og tengslum við foreldra. Áhrif foreldra á stjórnunarlegu þættina, skóladagatal, stefnumótun og stjórnun skóla telja skólastjórar almennt vera nokkur en segja jafnframt að þessi áhrif beri að auka, einkum áhrif þeirra á skóladagatal og stefnumótun. Skólastjórar á höfuðborgarsvæð- inu utan Reykjavíkur skera sig úr, en þeir telja að foreldrar hafi mikil áhrif á stefnu- mótun og stjórnun skóla sem jafnframt beri að efla enn frekar. Ekki er ljóst hvernig skýra má þennan mun á því hvernig skólastjórar meta áhrif foreldra á þessa þætti en ætla má að aukin tengsl við foreldra með vali á skólum eins og í Garðabæ (sjá Skóla- stefna Garðabæjar 2006–2009) geti hér átt hlut að máli. í skólastefnu Garðabæjar segir t.d. að fé fylgi barni óháð því í hvaða skóla það gengur, þ.e. í hefðbundinn grunn- skóla á vegum bæjarins eða sjálfstætt rekinn grunnskóla (bls. 8). Þá hafa skólahverfi verið afnumin í Garðabæ og geta því foreldrar valið um í hvaða skóla sveitarfélagsins þeir senda börn sín (bls. 8). Ráðstafanir af þessu tagi eru dæmi um leiðir sem farnar hafa verið til auka áhrif foreldra í skólastarfi með markaðstengdara fyrirkomulagi en almennt er gert. Áhrif foreldra á nám og kennslu, þ.e. kennsluhætti og námsefni, eru óveruleg og eiga að vera það að mati skólastjóranna. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart þar sem löng hefð er fyrir því að skólar móti eigin skólastefnu og kennarar ákveði kennslu- aðferðir og námsefni án umtalsverðra áhrifa foreldra. athygli vekur að eftir því sem skólastjórarnir starfa við stærri skóla telja þeir áhrif foreldranna á námsefni vera minni. Skýringin kann að vera sú að oft er minni nálægð milli foreldra og kennara í fjölmenn- um skólum en fámennum og þátttaka foreldra í vali á námsefni óraunhæfari, auk þess sem framboð á námsefni er takmarkað. Þá vekur athygli að konur fremur en karlar í hópi skólastjóra telja að foreldrar eigi ekki að hafa mikil áhrif á kennsluhætti. Þessi áhersla kemur jafnframt fram hjá þeim skólastjórnendum sem starfa á höfuðborg- arsvæðinu, þ.e. utan Reykjavíkur. í heild eru skólastjórar þó þeirrar skoðunar að áhrif foreldra eigi að vera heldur meiri en þau nú eru á þessum sviðum náms og kennslu. Samskipti nemenda og tengsl við foreldra var síðasti flokkurinn sem skólastjór- arnir voru spurðir um. Rúmlega 71% skólastjóra vill auka áhrif foreldra í samskiptum heimilis og skóla en einungis 27% þeirra telja að áhrif foreldra séu mikil á þessu sviði. Hér ber því verulega í milli þess sem er og þess sem skólastjórar telja æskilegt. Skóla- stjórarnir telja einnig að áhrif foreldra á sviðum hegðunar og samskipta nemenda ættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.