Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 77

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 77
77 AndReA HJÁlmSdÓTTIR, þÓROddUR bJARnASOn (2005a, 2005b) til dæmis haldið því fram að baráttu fyrir jafnrétti kynjanna sé að mestu lokið á íslandi. Sá kynjamunur sem eftir standi, þar með talinn launamunur kynjanna, sé að mestu afleiðing af frjálsu vali einstaklinga á störfum, framabrautum og raunar grunngildum í lífinu. Hann telur að tilraunir til að eyða slíkum kynjamun stríði því gegn frelsi einstaklinga til að lifa sínu lífi á þann hátt sem þeir kjósa. Svipaða andstöðu í nafni frelsis gegn kröfum um aukið jafnrétti má greina í umræðum um femínisma í bloggheimum á undanförnum misserum, eins og eftirfarandi athugasemd sýnir: „Ég get bara ekki séð hvernig húsverk innan veggja heimilisins geti verið jafnréttismál… Hvernig fólk stýrir og skiptir hlutverkum á milli sín finnst mér engum öðrum koma við“ (Hans Jörgen Hansson, 2007). Þvert á þessar hugmyndir sýna rannsóknir að konur styðja breytingar í átt til jafnari þátttöku kynjanna á opinberum vettvangi, sem og í einkalífi, í mun ríkari mæli en karlar (Þorgerður Einarsdóttir og auður Magndís Leiknisdóttir, 2007). Því virðist nokkuð langsótt að skýra megi misrétti kynjanna sem afleiðingu af frjálsu vali kvenna. Hugmyndir um náttúrulegan kynjamun og sérstaka hæfni kvenna til að gæta bús og barna þóttu löngum réttlæta ójafna skiptingu heimilisstarfa og kynjamisrétti almennt (Þorgerður Einarsdóttir, 2004). athyglisvert er að unglingar sem telja kyn ekki skipta máli, og aðhyllast þannig „kynblind“ viðhorf til verkaskiptingar kynjanna sem frjálst val einstaklinga, eru engu að síður mun líklegri til að telja matseld, þrif og umhyggju barna í verkahring eiginkonunnar en fjármál og umhirðu bifreiðar í verkahring eigin- mannsins (Þóroddur Bjarnason og andrea Hjálmsdóttir, 2008). Þannig virðast rök frjálslyndis og einstaklingsfrelsis geta dregið úr stuðningi við jafnrétti kynjanna á svipaðan hátt og rök eðlishyggju og náttúrulegs kynjamunar gerðu áður fyrr (andrea Hjálmsdóttir 2007; Þóroddur Bjarnason og andrea Hjálmsdóttir, 2008). markmið rannsóknarinnar Viðhorf til jafnréttismála endurspegla þætti á borð við samskipti kynjanna, gildismat og menningu. Þau geta jafnframt gefið vísbendingu um hugsanlega framtíðarþróun þjóðfélagsins. Viðhorf til verkaskiptingar á heimilum eru sérlega mikilvæg í þessu sambandi, enda fléttast þar saman einkalíf og opinbert líf einstaklinganna með marg- víslegum hætti (Hochschild og Machung, 1989). aukinn þátttaka kvenna í atvinnulífi Vesturlanda hefur ekki endilega skilað sér í jafnari verkaskiptingu inni á heimilum (Knudsen og Wærnes, 2008). Þættir á borð við starfshlutfall utan heimilis, menntun og tekjur spá að nokkru fyrir um jafnræði í verkaskiptingu á heimili (Bianchi, Milkie, Sayer og Robinson, 2000; Bittman, England, Folbre, Sayer og Matheson, 2003; Cunn- ingham, 2007; Evertsson og Nermo, 2007; Kitterød og Pettersen, 2006). Viðhorf til jafn- réttismála hafa hins vegar einnig sjálfstæð áhrif á verkaskiptingu á heimili meðal bæði fullorðinna (Fuwa, 2004; Geist, 2005; Lewin-Epstein, Stier, og Braun, 2006) og ungl- inga (Silvan-Ferrero og Lopez, 2007). Markmið þessarar rannsóknar er að meta breytingar á jafnréttisviðhorfum ungl- inga frá árinu 1992 til ársins 2006. Viðhorf til verkaskiptingar á heimilum meðal nem- enda í 10. bekk grunnskóla á þessum tveimur tímabilum eru borin saman á grundvelli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.