Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 36
36
gÓðUR kennAR I :
tólf ára spurningunni: Hvað skiptir máli til að kennslustund verði áhugaverð? Þrennt
virtist skipta nemendurna mestu máli: Kennarinn, einstaklingsnám og það að vinna
með öðrum. Nemendurnir sögðu brýnt að kennarinn væri áhugasamur, vinsamlegur,
afslappaður, útskýrði vel og stýrði starfinu. Þeir nefndu einnig skap hans, skopskyn
og réttsýni.
Hér á landi hafa nokkrar eigindlegar rannsóknir verið gerðar þar sem leitað er eftir
viðhorfum og væntingum nemenda til kennara. Fyrst skal geta umfjöllunar Rúnars
Sigþórssonar (2004) um skólaþróunarverkefnið: aukin gæði náms − aGN. Rætt var
við nemendur í 4. og 7. bekk í rýnihópum og eru niðurstöðurnar flokkaðar í fernt: í
fyrsta lagi: framkoma og viðmót kennara (kennarinn er þolinmóður, glaðlegur); í öðru
lagi: agi og stjórnun kennarans (kennarinn þarf að halda uppi aga áreynslulaust, vera
hæfilega strangur, leyfa nemendum stundum að ráða einhverju); í þriðja lagi: gagn-
kvæm virðing og traust í samskiptum kennara og nemenda; og í fjórða lagi: námið sjálft
(kennarinn þarf að vekja áhuga nemenda, tryggja að allir skilji námsefnið; gera ekki
upp á milli nemenda og gæta þess að nemendur geti leitað sér hjálpar án þess að eiga
á hættu að vera niðurlægðir).
í rannsókn Sólveigar Karvelsdóttur (1999) kom fram í viðtölum við nemendur í 10.
bekk (níu talsins) að þeir töldu kennarann hafa einna mest að segja um líðan þeirra
í námi, áhuga og árangur. Þar réð miklu „vingjarnlegt viðmót, góður stuðningur,
uppörvun og tiltrú“ (bls. 315−316). Þeim fannst sumir kennarar glæða áhuga þeirra á
náminu og hlökkuðu til að mæta í tíma hjá þeim. aðrir kennarar sköpuðu spennu og
vanlíðan og vísuðu þeir þar gjarnan til skaplyndis kennarans. Sumir kennarar kæmu
vel fram við nemendur en aðrir töluðu niður til þeirra. í niðurstöðum rannsóknar
Guðrúnar Ingu Gunnarsdóttur og Rakelar Guðmundsdóttur (1993) meðal 14 ára ungl-
inga (73 talsins) um eiginleika sem prýða þurfi góða kennara töldu flestar stúlkurnar
að glaðlyndur, sveigjanlegur og ákveðinn kennari væri góður kennari. Piltarnir höfðu
í huga svipaða mynd af góðum kennara: hann væri sveigjanlegur, skilningsríkur og
glaðlyndur. Bæði í hópi stúlkna og pilta vildu hlutfallslega flest þeirra ekki viðkvæman
kennara. Með starfendarannsókn kannaði Jóna G. Torfadóttir í samstarfi við Hafdísi
Ingvarsdóttur (2008) hugmyndir nemenda sinna (19 talsins) í bekk í framhaldsskóla
um það hvað einkenndi góð og slæm samskipti nemenda og kennara. Fram kom
að virðing var nemendum efst í huga. Nær allir nefndu gagnkvæma virðingu sem
einkenni góðra samskipta nemenda og kennara og flestir þeirra töldu skort á virð-
ingu eða vanvirðingu einkenna slæm samskipti. Virðing væri sýnd þegar kennarar
og nemendur hlustuðu hver á annan og sýndu hver öðrum tillitssemi; virðingarleysi
kæmi hins vegar fram í skorti á vinnufriði og þegar kennarar gerðu lítið úr nemend-
um sínum. Svipaðar niðurstöður komu fram í athugun Ólafs Inga Guðmundssonar
(2008) á hugmyndum framhaldsskólanema (átta talsins) um samskipti sín við kenn-
ara. Tengsl við kennara voru þeim mikilvæg og þar skipti miklu virðing kennarans
fyrir þeim. Þá töldu þeir stuðning kennara við þá í námi tengjast námsárangri þeirra
og kusu almennt að kennarinn virkjaði þá með fjölbreyttum kennsluaðferðum.