Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 36

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 36
36 gÓðUR kennAR I : tólf ára spurningunni: Hvað skiptir máli til að kennslustund verði áhugaverð? Þrennt virtist skipta nemendurna mestu máli: Kennarinn, einstaklingsnám og það að vinna með öðrum. Nemendurnir sögðu brýnt að kennarinn væri áhugasamur, vinsamlegur, afslappaður, útskýrði vel og stýrði starfinu. Þeir nefndu einnig skap hans, skopskyn og réttsýni. Hér á landi hafa nokkrar eigindlegar rannsóknir verið gerðar þar sem leitað er eftir viðhorfum og væntingum nemenda til kennara. Fyrst skal geta umfjöllunar Rúnars Sigþórssonar (2004) um skólaþróunarverkefnið: aukin gæði náms − aGN. Rætt var við nemendur í 4. og 7. bekk í rýnihópum og eru niðurstöðurnar flokkaðar í fernt: í fyrsta lagi: framkoma og viðmót kennara (kennarinn er þolinmóður, glaðlegur); í öðru lagi: agi og stjórnun kennarans (kennarinn þarf að halda uppi aga áreynslulaust, vera hæfilega strangur, leyfa nemendum stundum að ráða einhverju); í þriðja lagi: gagn- kvæm virðing og traust í samskiptum kennara og nemenda; og í fjórða lagi: námið sjálft (kennarinn þarf að vekja áhuga nemenda, tryggja að allir skilji námsefnið; gera ekki upp á milli nemenda og gæta þess að nemendur geti leitað sér hjálpar án þess að eiga á hættu að vera niðurlægðir). í rannsókn Sólveigar Karvelsdóttur (1999) kom fram í viðtölum við nemendur í 10. bekk (níu talsins) að þeir töldu kennarann hafa einna mest að segja um líðan þeirra í námi, áhuga og árangur. Þar réð miklu „vingjarnlegt viðmót, góður stuðningur, uppörvun og tiltrú“ (bls. 315−316). Þeim fannst sumir kennarar glæða áhuga þeirra á náminu og hlökkuðu til að mæta í tíma hjá þeim. aðrir kennarar sköpuðu spennu og vanlíðan og vísuðu þeir þar gjarnan til skaplyndis kennarans. Sumir kennarar kæmu vel fram við nemendur en aðrir töluðu niður til þeirra. í niðurstöðum rannsóknar Guðrúnar Ingu Gunnarsdóttur og Rakelar Guðmundsdóttur (1993) meðal 14 ára ungl- inga (73 talsins) um eiginleika sem prýða þurfi góða kennara töldu flestar stúlkurnar að glaðlyndur, sveigjanlegur og ákveðinn kennari væri góður kennari. Piltarnir höfðu í huga svipaða mynd af góðum kennara: hann væri sveigjanlegur, skilningsríkur og glaðlyndur. Bæði í hópi stúlkna og pilta vildu hlutfallslega flest þeirra ekki viðkvæman kennara. Með starfendarannsókn kannaði Jóna G. Torfadóttir í samstarfi við Hafdísi Ingvarsdóttur (2008) hugmyndir nemenda sinna (19 talsins) í bekk í framhaldsskóla um það hvað einkenndi góð og slæm samskipti nemenda og kennara. Fram kom að virðing var nemendum efst í huga. Nær allir nefndu gagnkvæma virðingu sem einkenni góðra samskipta nemenda og kennara og flestir þeirra töldu skort á virð- ingu eða vanvirðingu einkenna slæm samskipti. Virðing væri sýnd þegar kennarar og nemendur hlustuðu hver á annan og sýndu hver öðrum tillitssemi; virðingarleysi kæmi hins vegar fram í skorti á vinnufriði og þegar kennarar gerðu lítið úr nemend- um sínum. Svipaðar niðurstöður komu fram í athugun Ólafs Inga Guðmundssonar (2008) á hugmyndum framhaldsskólanema (átta talsins) um samskipti sín við kenn- ara. Tengsl við kennara voru þeim mikilvæg og þar skipti miklu virðing kennarans fyrir þeim. Þá töldu þeir stuðning kennara við þá í námi tengjast námsárangri þeirra og kusu almennt að kennarinn virkjaði þá með fjölbreyttum kennsluaðferðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.