Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 70

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 70
70 STARFSHæFnI kennARA sér félagsleg úrræði og samstarf ýmissa aðila, sem taka þátt í skólastarfi, þannig að þeir geti bæði þegið og gefið í samskiptum við nemendur, aðra nema og reyndari fagmenn. Mikilvægt er að nýta vel reynslu nema á vettvangi sem grunn fræðilegrar og hagnýtrar þekkingar. Jafnframt verður að leggja áherslu á faglegan orðaforða í nám- inu til að kennaranemar geti rætt um erfiðleikana og félagslegt samhengi þeirra. Huga þarf sérstaklega að stuðningshlutverkinu, þ.e. hlutverki leiðbeinenda á vettvangi og í kennaraháskólum. Hlutverk kennaramenntunar er að styðja kennaranema í að hefja sig frá nálægð við eigin persónu og þröngsýni yfir í faglega víðsýni og vinna þannig gegn einangrun og einsemd í starfi. Viðamikil endurskoðun á kennaramenntun hefur víða farið fram á síðastliðnum árum og í tengslum við hana hafa verið gerðar áhugaverðar tilraunir þar sem félags- legar leiðir eru í brennidepli. Má þar nefna skrif anne Edwards og félaga sem vísað hefur verið til í grein þessari. í síðari hluta þeirrar norrænu rannsóknar sem fjallað hefur verið um hér verður prófuð leiðsagnaraðferð sem byggist á ígrundun einstak- linga í hópi kennaranema og þannig skoðaðar félagslegar námsleiðir. Sömu norrænu rannsakendurnir standa að því verkefni og þátttakendur verða frá sömu háskólum. Á undanförnum misserum hefur vettvangsnám í Kennaraháskóla íslands verið endurskoðað, og áhersla lögð á vettvangsnám sem samstarf Kennaraháskólans og starfsvettvangs og m.a. tekið mið af félagslegum kenningum (Starfshópur um vett- vangsnám, 2008). Áhugavert verður að fylgjast með hvernig til tekst. Kennarastarf í nútímasamfélagi virðist vera svo flókið að það ógnar öryggi þeirra sem fást við það. Þetta er fylgifiskur kennarastarfsins og kennaranemar verða þess vegna að læra að lifa með því og læra af því. Kennaranemar þurfa að finna að þeir standa ekki einir í glímunni við öryggisleysið sem fylgir kennarastarfinu heldur er það samstarfsverkefni einstaklinga, skóla og samfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.