Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 24
24
Guðfinna: Engu.
R: Engu! Megið þið ekki ráða neinu í skólanum?
Bryndís: Nei, við megum bara ráða í frímínútunum – hvað við gerum og leikum
okkur.
Sum börnin nefndu að þau mættu ráða þegar þau væru búin með ákveðin verkefni
sem sett væru fyrir. Þetta kemur fram hjá stúlkunum hér:
R: En hverju megið þið ráða í skólanum?
Lára: Ráða! Við megum, við megum ráða hvað við gerum þegar við erum búin með
bækurnar.
María: Þegar við erum búin að læra allt sem að Margrét [kennari] segir.
R: Þá megið þið ráða hvað þið gerið?
Báðar: Já.
Lára: Teikna eða eitthvað.
Nokkur börn nefndu frjálsan tíma sem boðið væri upp á í skólanum. Þá mættu þau
ráða hvað þau gerðu. Hörður sagði t.d.: „ … þá megum við ráða hvort við teflum og
teiknum eða skoðum bók.“ Piltarnir sem ræða saman hér á eftir nefndu að þeir mættu
ráða hvað þeir gerðu í frjálsum tíma í skólanum:
R: Hverju megið þið ráða í skólanum?
Hjálmar: Humm, engu. Við megum bara ráða þegar það er frjáls leiktími.
R: Er frjáls leiktími?
Hjálmar: Stundum þegar við erum búin að vera rosalega þæg.
Guðbjartur: Já, þá fáum við að leika okkur – og leika frjálst og svona.
Lýðræðislegir starfshættir í bekkjarstarfinu virtust því óalgengir að mati barnanna
sem tóku þátt í rannsókninni.
umræða
Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu barna af upp-
hafi grunnskólagöngunnar, námskrá grunnskólans og hverju þau fengju að ráða í
skólanum. Niðurstöður benda til þess að börnin telji lestur, skrift og stærðfræði vera
meginviðfangsefni 1. bekkjar grunnskólans og hlutverk kennaranna sé fyrst og fremst
að kenna þessar námsgreinar. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir á upplifun
barna við upphaf grunnskólagöngunnar og þeim væntingum sem leikskólabörn hafa
til grunnskólans (Broström, 2001; Clarke og Sharpe, 2003; Corsaro og Molinari, 2000;
Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Peters, 2000; Pramling-Samuelsson og Willams-Graneld,
1993; Pramling-Samuelsson, Klerfelt og Graneld, 1995). Nokkuð einstaklingsbundið
var hvað börnunum fannst skemmtilegt og leiðinlegt í skólanum, en þættir sem
tengdust lestrar- og skriftarnámi voru oft nefndir sem leiðinlegir og erfiðir þó svo að
„VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“