Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 24
24 Guðfinna: Engu. R: Engu! Megið þið ekki ráða neinu í skólanum? Bryndís: Nei, við megum bara ráða í frímínútunum – hvað við gerum og leikum okkur. Sum börnin nefndu að þau mættu ráða þegar þau væru búin með ákveðin verkefni sem sett væru fyrir. Þetta kemur fram hjá stúlkunum hér: R: En hverju megið þið ráða í skólanum? Lára: Ráða! Við megum, við megum ráða hvað við gerum þegar við erum búin með bækurnar. María: Þegar við erum búin að læra allt sem að Margrét [kennari] segir. R: Þá megið þið ráða hvað þið gerið? Báðar: Já. Lára: Teikna eða eitthvað. Nokkur börn nefndu frjálsan tíma sem boðið væri upp á í skólanum. Þá mættu þau ráða hvað þau gerðu. Hörður sagði t.d.: „ … þá megum við ráða hvort við teflum og teiknum eða skoðum bók.“ Piltarnir sem ræða saman hér á eftir nefndu að þeir mættu ráða hvað þeir gerðu í frjálsum tíma í skólanum: R: Hverju megið þið ráða í skólanum? Hjálmar: Humm, engu. Við megum bara ráða þegar það er frjáls leiktími. R: Er frjáls leiktími? Hjálmar: Stundum þegar við erum búin að vera rosalega þæg. Guðbjartur: Já, þá fáum við að leika okkur – og leika frjálst og svona. Lýðræðislegir starfshættir í bekkjarstarfinu virtust því óalgengir að mati barnanna sem tóku þátt í rannsókninni. umræða Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu barna af upp- hafi grunnskólagöngunnar, námskrá grunnskólans og hverju þau fengju að ráða í skólanum. Niðurstöður benda til þess að börnin telji lestur, skrift og stærðfræði vera meginviðfangsefni 1. bekkjar grunnskólans og hlutverk kennaranna sé fyrst og fremst að kenna þessar námsgreinar. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir á upplifun barna við upphaf grunnskólagöngunnar og þeim væntingum sem leikskólabörn hafa til grunnskólans (Broström, 2001; Clarke og Sharpe, 2003; Corsaro og Molinari, 2000; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Peters, 2000; Pramling-Samuelsson og Willams-Graneld, 1993; Pramling-Samuelsson, Klerfelt og Graneld, 1995). Nokkuð einstaklingsbundið var hvað börnunum fannst skemmtilegt og leiðinlegt í skólanum, en þættir sem tengdust lestrar- og skriftarnámi voru oft nefndir sem leiðinlegir og erfiðir þó svo að „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.