Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 38
38
gÓðUR kennAR I :
nemenda sem tóku þátt í rannsókninni. Enginn nemandi eða foreldri sagði sig frá
rannsókninni. Bæði skólum og nemendum var heitið fullum trúnaði.
Gagnasöfnun var með tvennum hætti; opnar spurningar voru lagðar fyrir svo og
spurningalisti. Farið var í skólastofur og svöruðu allir þátttakendur skriflega tveimur
opnum spurningum: Hvernig er góður kennari? og Hvað líkar þér verst hjá kennara? Mark-
miðið með opnu spurningunum var að kalla fram fyrstu viðbrögð nemenda, þ.e. það
sem þeim dytti fyrst í hug um góðan kennara án þess að hafa fyrirfram gefin viðmið
eða svarmöguleika. Nemendum gafst kostur á að tjá sig enn frekar ef þeir vildu undir
liðnum: Er eitthvað fleira sem þú vilt að komi fram?
Þátttakendur í 9. bekk í báðum skólum svöruðu jafnframt spurningalista. í honum
eru settar fram 20 fullyrðingar um kennsluaðferðir kennara og persónulega eiginleika
sem nemendur tóku afstöðu til. Við val á spurningum var einkum stuðst við nið-
urstöður forrannsóknar sem gerð var hjá tveimur 7. bekkjum í Reykjavík. Þar svör-
uðu nemendur spurningunum: Hvernig er góður kennari? og Hvað líkar þér verst hjá
kennara? Spurningalistinn var saminn með það í huga að spurningarnar spönnuðu
m.a. þau grundvallaratriði sem komu fram í forkönnuninni, eins og um persónulega
eiginleika kennarans, viðmót, aga og kennsluaðferðir. Dæmi um fullyrðingar sem
nemendur tóku afstöðu til eru: í skólanum er mikilvægt að góður kennari: sýni nem-
endum hlýju; sýni nemendum virðingu; taki tillit til skoðana nemenda; hafi strangar
reglur; útskýri námsefnið vel; tengi námsefnið við eitthvað sem nemendur þekkja.
Nemendur tóku einnig afstöðu til þess hversu oft eða sjaldan þeir vildu hafa kann-
anir eða próf og heimanám. Svarmöguleikar voru: mjög sammála, frekar sammála,
hvorki/né, frekar ósammála og mjög ósammála. Spurningalistanum var því ætlað að
styðja við opnu spurningarnar og gefa vísbendingar um hversu mikilvægt hvert atriði
væri í huga nemenda.
Spurningarnar voru lagðar fyrir eina bekkjardeild í einu. Spurningalistinn var í öllum
tilvikum lagður fyrir á eftir opnu spurningunum hjá 9. bekk til að tryggja að fyrsta
hugsun nemenda væri komin á blað áður en þeir svöruðu tilteknum atriðum.
Greining
Svör nemenda við opnu spurningunum voru flokkuð þannig að ef nemendur nefndu
til dæmis hjálpsemi var það einn flokkur, að hann væri mjög strangur var annar
o.s.frv. Með tíðnimælingu komu í ljós þau atriði eða flokkar sem nemendur nefndu
oftast og fannst skipta mestu máli hjá góðum eða slæmum kennara. í framhaldi var at-
hugað hvort um marktækan mun og samvirkni væri að ræða eftir aldri, kyni eða skóla
og stuðst við kí-kvaðrat-marktæknipróf (chi-square). Við úrvinnslu spurningalistans
sem nemendur í 9. bekk svöruðu var tíðni atriða könnuð og á svipaðan hátt athugað
hvort um marktækan mun og samvirkni væri að ræða eftir kyni og/eða skóla. alls
staðar var miðað við a.m.k. 95% öryggismörk (p < 0,05).