Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 99

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 99
99 bÖRkUR HAnSen, ÓlAFUR H. JÓHAnnSSOn, STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR Deildarstjórar skapa aukið svigrúm Ráðning deildarstjóra hefur tvímælalaust haft áhrif á hlutverk skólastjóra og skapað þeim aukið svigrúm til að ákvarða í hvaða viðfangsefni þeir verja einkum tíma sínum. Með tilkomu deildarstjóra telja um 70% skólastjóra sig verja meiri tíma en áður til að sinna verkefnum á sviði stefnumótunar. Röskur helmingur skólastjóranna telur sig hafa meiri tíma til daglegrar stjórnunar og álíka margir segjast verja meiri tíma í ráð- gjöf við starfsfólk. Ekki er unnt að ráða af svörunum hvað felst einkum í slíkri ráðgjöf en gera má ráð fyrir að hún beinist að faglegum málefnum í bland við persónuleg mál- efni einstaklinga. í heildina benda niðurstöður til þess að skólastjórar geti í auknum mæli einbeitt sér að þeim viðfangsefnum sem þeir sjálfir telja brýnust og á það við um alla sem svöruðu, óháð þáttum eins og stærð skóla eða staðsetningu, og er þetta eitt dæmi um þá einsleitni sem virðist einkenna íslenska grunnskóla. í rannsókn Sigríðar önnu Guðjónsdóttur (2006) á afstöðu skólastjóra og kennara til deildarstjóra kom fram að bæði skólastjórar og kennarar eru ánægðir með störf deild- arstjóra en skólastjórar þó mun ánægðari en kennararnir enda eiga yfir 80% skóla- stjóra dagleg samskipti við deildarstjóra sína. í rannsókn Sigríðar önnu kemur einnig fram að nokkur hluti kennara (um 30%) telur sig ekki þekkja vel til starfa deildarstjóra og má gera ráð fyrir að í þeim tilvikum starfi deildarstjórar meira með skólastjóra en kennurunum. Bæði skólastjórar og kennarar telja að mikil ábyrgð hvíli á deild- arstjórum og þeir sinni ekki síst faglegum viðfangsefnum eins og þróunarstörfum, sjálfsmati skóla og skólanámskrá. Sá aukni tími til stjórnunar sem fengist hefur með ráðningu deildarstjóra virðist því í verulegum mæli nýttur til að styrkja undirstöður hins faglega starfs. Á heildina litið má draga þá ályktun að tilkoma deildarstjóra veiti skólastjórum svigrúm sem þeir nýti til faglegrar forystu. Rannsókn greinarhöfunda leiddi í ljós að skólastjórar eru almennt ánægðir með störf deildarstjóra og telja að tilkoma þeirra hafi eflt faglegt starf skólanna. Kennarar og erfiðleikar við að virkja þá í kennarakönnun höfunda árið 2005 var ekki spurt beinlínis um þátttöku þeirra í ákvörðunum og áhrif þeirra innan sinna skóla. Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu eigi að síður til þess að kennarar hefðu að jafnaði mikil áhrif á ákvarðanir innan skóla (amalía, Björnsdóttir, Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson, 2006). Áhrif kennara virðast þó vera mismikil eftir málaflokkum. Fram komu vísbendingar um að kennarar teldu sig ekki hafa mikil áhrif í fjölmörgum faglegum efnum, svo sem við sjálfsmat skóla, þróunarverkefni, gerð endurmenntunaráætlana o.fl. Samkvæmt sömu rann- sókn telja kennarar sig á hinn bóginn hafa mikið faglegt sjálfstæði um kennsluhætti, námsmat, skólanámskrá, samstarf við foreldra o.fl. í þeirri rannsókn sem hér er kynnt kemur fram að skólastjórum finnst oft og tíð- um erfitt að virkja kennara til þátttöku í mikilvægum málefnum, svo sem símennt- unaráætlunum og sjálfsmati. Ætla má að sá mikli munur sem er á afstöðu skólastjóra annars vegar og kennara hins vegar til þátttöku kennara í ákvörðunum geti skapað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.