Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 13

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 13
13 aðfErð Rannsóknin fór fram í janúarmánuði árið 2006 í tveimur grunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Þátttakendur voru 20 sex og sjö ára börn sem höfðu hafið grunnskóla- gönguna um haustið, tíu drengir og tíu stúlkur. Börnin komu öll úr sama leikskól- anum og höfðu tekið þátt í rannsókn síðasta árið sitt í leikskóla þar sem leitað var eftir viðhorfum þeirra og sýn á leikskólastarfið og væntanlega grunnskólagöngu (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Fengið var samþykki skólastjórnenda, kennara og foreldra, auk barnanna sjálfra. Aðferðir í rannsóknum með börnum Rannsóknir, sem unnar hafa verið með börnum á undanförnum árum, hafa leitt í ljós að börn eru ekki síðri heimildarmenn en fullorðnir. að sumu leyti eru rannsóknir með börnum ekki frábrugðnar rannsóknum með fullorðnum. Leita þarf upplýsts samþykkis barnanna og heita þeim trúnaði og nafnleynd eins og um fullorðna væri að ræða. Börnin þurfa einnig að fá upplýsingar um tilgang rannsóknarinnar og rétt sinn til að hætta þegar þau vilja (Jóhanna Einarsdóttir, 2007b). Börn eru hins vegar ólík fullorðnum og það skapar þeim sérstaka stöðu sem þátttakendum í rannsóknum. Þess vegna eru sérstakar aðferðir og aðstæður oft nauðsynlegar. í rannsóknum með börnum vega siðferðisleg sjónarmið einnig þungt, þar með talið valdajafnvægið milli fullorðinna og barna, sem getur t.d. haft það í för með sér að barnið reyni að þóknast hinum fullorðna (Evans og Fuller, 1996; Greig og Taylor, 1999; Hennesey, 1999). í þessari rannsókn var reynt að draga úr valdaójafnvægi með því að framkvæma rannsóknina á heimavelli barnanna, á tímum sem þeim hentaði og meðal rannsak- enda var fólk sem börnin þekktu vel. Einnig voru notaðar fjölbreyttar rannsóknarað- ferðir sem henta ólíkum börnum og taka mið af hæfni þeirra, þekkingu og áhuga. Eftirfarandi aðferðir voru notaðar við gagnasöfnun: 1. Hópviðtöl. Tekin voru opin viðtöl við börnin í tveggja til þriggja manna hópum. 2. Teikningar barnanna. í framhaldi af viðtölunum voru börnin beðin að teikna myndir af því sem þeim þykir skemmtilegt og leiðinlegt í grunnskólanum. 3. Ljósmyndir barnanna. Börnin fóru með rannsakanda um grunnskólann og tóku myndir af því sem þau vildu sýna úr skólanum og ræddu síðan um myndirnar. Hópviðtöl Farin var sú leið að hafa tvö eða þrjú börn saman í viðtölunum en það hefur reynst vel í öðrum rannsóknum að taka viðtöl við fleiri en eitt barn í einu (Graue og Walsh, 1998; Greig og Taylor, 1999; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Mayall, 2000). Viðtöl við börn í hóp byggjast á aðstæðum sem þau þekkja. Börn eru vön að vera saman í hóp og í samveru við önnur börn læra þau og mynda sér skoðun á umhverfi sínu. Hópviðtöl byggjast á samskiptum; börnin ræða saman um spurningarnar og aðstoða hvert ann- að með svörin, þau minna hvert annað á og gæta þess að satt og rétt sé sagt frá og þau spyrja hvert annað spurninga og eru því að nokkru leyti í stöðu spyrjenda líka. Börn eru öflugri þegar þau eru fleiri saman og valdastaða þeirra gagnvart hinum fullorðna JÓHAnnA eInARSdÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.