Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 10
10
fyrir börnin. í grunnskóla þurfa börnin að aðlagast nýjum félagahópi, yfirleitt hafa
þau samskipti við fleiri börn og samskiptamáti við fullorðna er ólíkur því sem var
í leikskólanum. (c) Námskröfur og væntingar til barnanna breytast þegar börn fara úr
leikskóla í grunnskóla. Formlegt nám í lestri og stærðfræði leysir oft og tíðum leik
og skapandi starf af hólmi og þess er vænst að börnin standi sig á þessum sviðum
(Dockett og Perry, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2007a).
Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var unnin með barnahópi. Hún hófst þegar
börnin voru á lokaári í leikskóla og síðan var þeim fylgt eftir í grunnskóla. Þó að börn-
in hefðu heimsótt grunnskólana með leikskólakennurunum var nokkur spenningur
og kvíði hjá sumum þeirra vegna væntanlegrar grunnskólagöngu. Þau höfðu áhyggj-
ur af því að vera strítt og þurfa að takast á við óþekkta hluti. Þau höfðu líka áhyggjur
af því að skólastjórinn væri strangur og gæti beitt viðurlögum ef þau færu ekki eftir
settum reglum (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). í þessari grein er fjallað um þann hluta
rannsóknarinnar sem fram fór þegar börnin höfðu sest í 1. bekk grunnskóla. Mark-
miðið var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu barna af upphafi grunnskólagöngunnar
og af námskrá1 grunnskólans.
Námskráin
í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um markmið náms og kennslu og uppbyggingu
og skipan náms í grunnskóla. í viðmiðunarstundaskrá kemur fram hlutfallsleg skipt-
ing milli námssviða og námsgreina. Gert er ráð fyrir að af 4.800 mínútum á viku í 1.–4.
bekk skuli verja 960 mínútum í íslensku, 800 mínútum í stærðfræði og 640 mínútum í
listgreinar. Þær 2.400 mínútur sem eftir eru skiptast á milli annarra greina og einnig er
gert ráð fyrir vali. í aðalnámskránni er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og
vinnubrögð og námstækifæri við hæfi allra nemenda (Menntamálaráðuneytið, 2006).
Þó að aðalnámskrá leggi áherslu á einstaklingsmiðaða kennslu og geri einungis
ráð fyrir að tíminn til lestrar og stærðfræðikennslu sé 1.760 mínútur af 4.800 mínútum
á viku í 1. til 4. bekk, eða rúmlega þriðjungur af skólatímanum, benda rannsóknir í
fyrstu bekkjum grunnskóla til þess að lestrar- og stærðfræðikennsla sé megininntak
skólastarfsins og hópkennsla og kennarastýrð viðfangsefni algengustu kennsluaðferð-
irnar (Bryndís Gunnarsdóttir, 2001; Jóhanna Einarsdóttir, 2004; Rannveig a. Jóhanns-
dóttir, 1997). Nýleg rannsókn með kennurum í 1. bekk grunnskóla sýnir að kennarar
finna fyrir þrýstingi frá foreldrum og stjórnvöldum í þá veru að auka námskröfur til
barnanna. Þeir kvörtuðu undan því að námsefni og samræmd próf þvinguðu þá til að
leggja meiri áherslu á lestur og stærðfræði en ella og listgreinar og skapandi starf sæti
á hakanum (Jóhanna Einarsdóttir, 2004).
Erlendar rannsóknir sýna að börn upplifa hertar námskröfur í grunnskólanum og
telja að þar sé skýr greinarmunur gerður á leik og námi. Þau telja að námskrá grunnskól-
ans snúist fyrst og fremst um að læra að lesa, skrifa og reikna (Clarke og Sharpe, 2003;
Corsaro og Molinari, 2000; Peters, 2000; Pramling-Samuelsson og Willams-Graneld,
„VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
1 Með námskrá er átt við námsumhverfi, efnivið, samskipti, innihald og skipulag náms. Einnig er átt
við þá þætti sem ekki er lögð áhersla á í skólum og Elliot Eisner (1994) kallar núll námskrá sem gefur
þau skilaboð að þetta séu ekki mikilvægir þættir.