Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 11
11 1993; Pramling Samuelsson, Klerfelt, og Graneld, 1995). Rannsókn Rassmussen og Smidt (2002) sýnir að börnin litu ólíkum augum á hlutverk starfsfólks í leikskólum og grunnskólum. Þau töldu að grunnskólakennarinn kenndi börnunum beint en leik- skólakennarinn væri meira á hliðarlínunni og aðstoðaði þau. Við upphaf grunnskóla- göngunnar virðist ytri umgjörð skólans; stærð skólans og skólalóðarinnar, fjöldi og stærð hinna barnanna og lengd skóladagsins vera börnum ofarlega í huga (Dockett og Perry, 2002, 2007; Griebel og Niesel, 2002; Peters, 2000). Rannsóknir benda til þess að félagar og góð samskipti við önnur börn séu börnum mikilvæg á þessum tímamótum (Dockett og Perry, 2007) og börnin nefna frímínútur og staði þar sem þau geta leikið sér við önnur börn sem dæmi um skemmtilegar og ánægjulegar stundir og staði (Chun, 2003; Griebel og Niesel, 2002). John Dewey (1956) gagnrýndi á sínum tíma ríkjandi kennslufræðilegar stefnur þar sem annars vegar er gengið út frá námsgreinunum og hins vegar út frá barninu. í fyrr- nefndu stefnunni er lögð áhersla á aga, stýringu og stjórnun og kennarinn sér um að flokka þekkingaratriði skipulega og deila þeim á markvissan hátt niður á reglubundnar kennslustundir. Samkvæmt hinni stefnunni er gengið út frá áhuga barnsins, frelsi og frumkvæði. Sjálfsskilningur barnsins er talinn mikilvægari en öflun þekkingar og upplýsinga, auk þess sem ekki er talið mögulegt að skilningur á námsgreinum geti náð til barnsins utan frá heldur þurfi að taka mið af barninu sjálfu. Dewey gagnrýndi báðar þessar stefnur. í stað þess að beina sjónum að ytri þáttum, eins og í fyrri stefn- unni, eða innri þáttum, eins og í hinni síðari, vildi Dewey leggja áherslu á víxlverkun þessara þátta, þ.e. að líta skuli bæði á barnið og námsgreinarnar og tengslin milli þeirra. Dewey taldi hlutverk kennarans afar mikilvægt við skipulagningu námsins en lagði jafnframt áherslu á að nemandinn tæki þátt í að móta nám sitt. Harriet Cuffaro (1995) hefur bent á að þar sem unnið er samkvæmt hugmyndum Deweys móti kennarar og nemendur námskrána í sameiningu. Kennarar skapi umhverfið með leikmunum og handritsdrögum en börnin móti innihald námskrárinnar út frá persónulegri reynslu og áhuga. Kennarar séu því eins konar hlekkir sem tengi heim barnsins við stærri heim ópersónulegra staðreynda, lögmála og rökrænnar flokkunar. Dewey leit á barnið sem hluta af félagshópi þar sem nemendur ynnu sem mest að sameiginlegum verkefnum undir handleiðslu kennara. í Tilraunaskóla Deweys voru verklegar greinar kjarni námsins á fyrri hluta barnaskólastigsins. Ekki var um hefð- bundna kennslu í lestri, skrift og reikningi að ræða á fyrstu námsárunum heldur áttu þessar greinar að lærast smám saman meðan á námsferlinu stóð og vegna þess að þörf kallaði á slíka kunnáttu við lausn viðfangsefna í öðrum greinum (Dewey, 1916, 2000; Gunnar Ragnarsson, 2000a). Lýðræði Lýðræði er eitt meginhugtakið í menntaheimspeki John Dewey. Hann leit á skóla sem samfélag í smækkaðri mynd og taldi að í lýðræðisþjóðfélagi ættu skólar að leyfa börn- um að upplifa lýðræði í raun og leggja áherslu á að þjálfa hjá börnum eiginleika sem renndu stoðum undir lýðræðislegt samfélag þar sem hver og einn einstaklingur fengi JÓHAnnA eInARSdÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.