Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 119

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 119
119 Uppeldi og menntun 17. árgangur 2. hefti, 2008 StEINUNN HElgA lÁRUSdÓttIR Menntun, forysta og kynferði Guðný Guðbjörnsdóttir. 2007. Menntun forysta og kynferði. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 325 bls. Bók Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um menntun, forystu og kynferði kom út á síðasta ári. Þróun hugmynda og kenninga innan kynjafræða hefur verið hröð síðustu ára- tugina. Þessi þróun endurspeglast í skrifum höfundar á þeim tveim áratugum sem efni bókarinnar spannar, en hún er safn greina frá árunum 1990–2007 um eftirfarandi efnisflokka. Kynímyndir og sjálfsmyndir barna og unglinga, námskrár, námsbækur og kynferði og loks leiðtoga, stjórnendur og kynferði. Greinarnar eru tengdar saman efnislega með inngangskafla og eftirmála. Höfundur tekur fram að þessa framsetn- ingu megi líta á „sem eins konar greiningu á orðræðunni um menntun, forystu og kynferði á því tímabili sem greinarskrifin stóðu yfir“ (bls. 9). Bókin skiptist í fimm misstóra hluta; inngang, þrjá hluta sem helgaðir eru framan- greindum þemum og eftirmála. í inngangi lýsir höfundur stöðu rannsókna á sviði menntunar, forystu og kynferðis og gerir grein fyrir efni bókarinnar og efnistökum. í öðrum hluta er fjallað um sjálfsmyndir/kynímyndir/hugverur og kynferði, í þriðja kaflanum um námskrár, námsbækur og kynferði og í þeim fjórða um leiðtoga, stjórn- endur og kynferði. Eftirmálinn er helgaður sýn höfundar á þróun fræðasviðsins, starf háskólakennara og hvert stefni í jafnréttis- og menntamálum. Þessa umfjöllun fléttar Guðný saman við eigin þroskasögu. Bókarhlutarnir fimm skiptast í 11 kafla. Greinar- gott yfirlit yfir hluta bókarinnar og einstaka kafla hennar er að finna í undirkaflanum Tilurð og efni einstakra greina en engin atriðisorðaskrá er í bókinni. Markmiðið með þessari umfjöllun er að auðvelda lesandanum aðgengi að bókinni og leggja mat á framlag hennar til jafnréttismála, einkum jafnréttismenntunar. Guðný hefur verið afkastamikill fræðimaður í áratugi. Hún er brautryðjandi meðal íslenskra femínista og fræðimanna í skrifum sínum um konur og forystu innan menntageirans. Bókin ber þessu vitni og varpar skýru ljósi á hvernig nálgun hennar í rannsóknum á stjórnun og kynferði hefur breyst samfara þeirri þróun sem orðið hefur í kynjafræðilegum rannsóknum síðustu áratugina. Guðný skrifar af víðtækri þekk- ingu og reynslu. Menntun hennar og fjölbreyttur starfsferill sem fræðimaður, kennari og stjórnmálamaður glæðir greinarnar lífi og eykur trúverðugleika þeirra. Efni bókarinnar er byggt á eigin rannsóknum Guðnýjar sem hún setur í traust fræði- legt samhengi með vísan í skrif erlendra fræðimanna austan hafs sem vestan. Þótt efn- ið sé fræðilegt er textinn í heild læsilegur og ætti því að geta nýst bæði sérfræðingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.