Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 13

Morgunn - 01.04.1920, Page 13
MORGUNN 7 dauð i rúmi sínu eftir ákafa hitasótt, svo að þegar var farið að hugsa til að greftra hana. En alt í einu varp hún öndinni mæðilega, og gátu menn þá komið henni til sjálfrar sín aftur. Hún kvartaði þá sáran yfir því, að hún hefði verið hrifin út úr ástandi ósegjanlegrar rósemdar og sælu — engin gleði í lífinu gæti á nokkurn hátt jafnast á við þann unað, sem hún hafði notið. Hún hafði heyrt kvein- stafi foreldra sinna og samræður þeirra um greftrunina, en það hafði ekki raskað ró hennar, og henni hafði ekki komið til hugar að varðveita sitt jarðneska líf. — Oft láta svefngenglarnir í ljós sorg sína yfir því, að eiga að vakna aftur. »Ætti eg ekki< — segir einn þeirra — »að vera hryggur yfir því, að þurfa að fara aftur í klæðnað- inn, hinn þunga likama?*1) Margir vilja ekki athuga heilbrigðisástand sitt, af því að þeir meta það einskis, að læknast; dauðinn skelfir þá ekki; þeir vita, að þeir muni verða sælir, er þeir yfirgefa líkamann.2 3)* Þess þarf varla að geta, að du Prel var spiritisti, og er merkilegt að sjá, hve líkri niðurstöðu hann og F. W. H. Myers (i »Human Personalityc) komast að, þótt sína leiðina fari hvor, að nokkru leyti. En að einu leytinu virðist ályktunum liand ekki bera saman við frásagnir »andanna* margra. Iíann leggur mikla áherzlu á það, að dauðinn sé ekki, eða a. m. k. þurfi ekki að vera, neinn flutningur á annan stað, heldur sé andaheimurinn þessi heimur, séður á annan veg, skynjaður með öðrum hætti. En margir »andar< halda þvi fram, að bústaðir sínir sé nokkurskonar hvolfkúlur utan um jörðina, og hafa jafn- vel komið fram skýrslur um það, hve margar milur hvert hvolf eða svið sé frá yfirborði jarðar,8) — þótt ýmsir aðrir *) Bariels : Grrundziige einer Physiologie und Physik des anima- lisehen Magnetismus. 182. 2) Gauthier: Traité pratique du inagnétisme animal. 612. 3) J. Hewat McKenzie : Spirit Intercourse, o. v.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.