Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 15
MORGUNN
9
á undan yður, og finn mig lií'andi áfram, skal eg sjá um,
aö kvik komi á hlutina (make things lively.)« Og liann
var það hepnari en margir aðrir, að hann gat efnt loforð sitt.
Það var fyrst eftir komu Pelhams, að hin ósjálfráða
skrift frú Pipers fór að verða algengari. Áður hafði hún
mestmegnis talað ósjálfrátt, og stjórnandinn var mjög
skrítin og að ýmsu leyti merkileg persóna, er sig nefndi
Phinuit. Fyrst var Ptíinuit mjög gramur yfir þvi, að
>hönd sin« væri tekin frá sér, en lét sér það þó lynda,
og síðan bar það einatt við, að hönd frú Pipers skrifaði,
án þess að Phinuit, sem talaði fyrir munn hennar, tæki
eftir því. Og svo langt komst verkaskiftingin, að unt var
að tala við þrjár persónur í einu — ein notaði rödd frú
Pipei'8, en hinar tvær hvor sína hönd til að skrifa með.
Þegar dr. Hodgson gaf út skýrslu sina um þessi fyrir-
brigði árið 1«98, höfðu 150 menn talað við Pelham, sem
var stjórnandi (»control«) og milligöngumaður við andana,
líkt og Phinuit hafði verið, en skrifaði, þar sem Phinuit
hafði talað. Af þessum 150 mönnum voru 30 gamlir vinir
og kunningjar Pelhams. Þá þekti hann alla og viltist
aldrei á kunnugum og ókunnugum mönnum. Og við sér-
hvern þessarra 30 vina. og kunningja talaði hann á ná-
kvæmlega sama hátt, sem hann hafði gert í lifanda lífi
— misjafnt eftir því, hve kunnugur hann hafði verið þeitn
o. s. frv. Og allir vita, að mikil blæbrigði er á því,
hvernig menn tala við aðra, eftir aldri þeirra, kunnings-
skap, virðingu þeirri, sem þeir njóta o. þvíuml. Hann
þekti, sem sagt, vini sína, vissi um skoðanir þeirra, störf
og hætti. En tíminn leyfir mér ekki að fara lengra út
í þá sálma.
Hvað segir nú George Pelhara ura áatand aitt eftir
dauðann? Ilann segir, að iýrat eftir andlátið hafl alt
verið dirat urahvcrfis aig. »öraátt og sraátt korast eg til
sjálfs mín aftur, og eg vaknaði til nýs lífs. í fyrstu gat
eg ekkert greint. Þessi nýi heimur kom mér líkt fyrir